Léttara regluverk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði í byrjun vikunnar fram þarft frumvarp á Alþingi. Það fjallar um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni. Meiningin er að standa betur að undirbúningi löggjafar þannig að hún verði ekki til þess að leggja óþarfar byrðar og skriffinnsku á fyrirtækin í landinu. Nú fer ekki á milli mála að reglur eru nauðsynlegar til að passa upp á alls konar almannahagsmuni, til dæmis að vernda umhverfið og heilsu fólks og tryggja hag neytenda. En það er jafnljóst að opinbert regluverk er á sumum sviðum komið út í öfgar og flækjurnar áreiðanlega ekki nauðsynlegar til að tryggja almannahagsmuni. Við þekkjum ýmis dæmi um slíkt. Viðskiptaráð hefur til dæmis ítrekað á undanförnum árum vakið athygli á því hversu fáránlega dýrt er og flókið að koma af stað einföldum rekstri eins og litlu kaffihúsi eða bar. Til þess þarf fimm opinber leyfi og vel á fjórða tug vottorða. Kostnaðurinn við pappírana er mörg hundruð þúsund krónur. Verðandi veitingamenn þurfa að þvælast þvers og kruss um frumskóg opinberra stofnana og eftirlitsaðila og heimsækja suma oftar en einu sinni. Sennilega var ekki meining löggjafans að hafa þetta svona, en af því að heildarsýnina skortir og fáir hafa velt fyrir sér hvernig mismunandi lög og reglur spila saman endar regluverkið með að verða svona fráleitlega flókið og þungt í vöfum. Skrifræði af þessu tagi getur hreinlega latt fólk til að stofna fyrirtæki og láta að sér kveða í atvinnulífinu. Það segir sig líka sjálft að lítil fyrirtæki bera hlutfallslega miklu meiri fyrirhöfn og kostnað af flóknu regluverki en þau stóru. Ætlunin með frumvarpi forsætisráðherra er að leita „einfaldra, skilvirkra og hagkvæmra leiða til að ná fram samfélagslegum markmiðum.“ Það getur þýtt að ekki þurfi endilega alltaf nýja lagasetningu til, heldur sé hægt að ná markmiðunum með öðrum leiðum. Sömuleiðis er meiningin að festa í sessi þá meginreglu að innleiða ekki íþyngjandi reglu nema önnur slík víki þá í staðinn. Í þessum tilgangi á að stofna óháð ráð, svokallað regluráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um hvernig eigi að ná þessum markmiðum. Ráðuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélög eiga að bera undir ráðið allar lagabreytingar og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum sem hafa áhrif á atvinnulíf og samkeppni. Athugasemdir ráðsins eiga svo að birtast með frumvörpum þegar þau koma til kasta Alþingis. Mikið af löggjöf sem snertir atvinnulífið kemur til okkar frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ráðið mun ekki geta haft miklar skoðanir á meiripartinum af henni, en í sumum tilvikum er þó svigrúm til að ganga skemmra en tilskipanir ESB kveða á um. Slíkt dæmi hefur verið í fréttum nýlega; löggjöf um að olíufélög verði að blanda lífrænu eldsneyti í olíuna hefði ekki þurft að taka gildi fyrr en eftir sjö ár. Slíkan frest hefði að sjálfsögðu átt að nýta. Almennt er það góð nálgun að undirbúa löggjöf betur þannig að hún sé einfaldari, gegnsærri og minna íþyngjandi. Það er rétt að byrja á atvinnulífinu, en það sama á að sjálfsögðu við um ýmis lög og reglur sem snerta daglegt líf borgaranna. Þar má einfalda ýmislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði í byrjun vikunnar fram þarft frumvarp á Alþingi. Það fjallar um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni. Meiningin er að standa betur að undirbúningi löggjafar þannig að hún verði ekki til þess að leggja óþarfar byrðar og skriffinnsku á fyrirtækin í landinu. Nú fer ekki á milli mála að reglur eru nauðsynlegar til að passa upp á alls konar almannahagsmuni, til dæmis að vernda umhverfið og heilsu fólks og tryggja hag neytenda. En það er jafnljóst að opinbert regluverk er á sumum sviðum komið út í öfgar og flækjurnar áreiðanlega ekki nauðsynlegar til að tryggja almannahagsmuni. Við þekkjum ýmis dæmi um slíkt. Viðskiptaráð hefur til dæmis ítrekað á undanförnum árum vakið athygli á því hversu fáránlega dýrt er og flókið að koma af stað einföldum rekstri eins og litlu kaffihúsi eða bar. Til þess þarf fimm opinber leyfi og vel á fjórða tug vottorða. Kostnaðurinn við pappírana er mörg hundruð þúsund krónur. Verðandi veitingamenn þurfa að þvælast þvers og kruss um frumskóg opinberra stofnana og eftirlitsaðila og heimsækja suma oftar en einu sinni. Sennilega var ekki meining löggjafans að hafa þetta svona, en af því að heildarsýnina skortir og fáir hafa velt fyrir sér hvernig mismunandi lög og reglur spila saman endar regluverkið með að verða svona fráleitlega flókið og þungt í vöfum. Skrifræði af þessu tagi getur hreinlega latt fólk til að stofna fyrirtæki og láta að sér kveða í atvinnulífinu. Það segir sig líka sjálft að lítil fyrirtæki bera hlutfallslega miklu meiri fyrirhöfn og kostnað af flóknu regluverki en þau stóru. Ætlunin með frumvarpi forsætisráðherra er að leita „einfaldra, skilvirkra og hagkvæmra leiða til að ná fram samfélagslegum markmiðum.“ Það getur þýtt að ekki þurfi endilega alltaf nýja lagasetningu til, heldur sé hægt að ná markmiðunum með öðrum leiðum. Sömuleiðis er meiningin að festa í sessi þá meginreglu að innleiða ekki íþyngjandi reglu nema önnur slík víki þá í staðinn. Í þessum tilgangi á að stofna óháð ráð, svokallað regluráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um hvernig eigi að ná þessum markmiðum. Ráðuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélög eiga að bera undir ráðið allar lagabreytingar og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum sem hafa áhrif á atvinnulíf og samkeppni. Athugasemdir ráðsins eiga svo að birtast með frumvörpum þegar þau koma til kasta Alþingis. Mikið af löggjöf sem snertir atvinnulífið kemur til okkar frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ráðið mun ekki geta haft miklar skoðanir á meiripartinum af henni, en í sumum tilvikum er þó svigrúm til að ganga skemmra en tilskipanir ESB kveða á um. Slíkt dæmi hefur verið í fréttum nýlega; löggjöf um að olíufélög verði að blanda lífrænu eldsneyti í olíuna hefði ekki þurft að taka gildi fyrr en eftir sjö ár. Slíkan frest hefði að sjálfsögðu átt að nýta. Almennt er það góð nálgun að undirbúa löggjöf betur þannig að hún sé einfaldari, gegnsærri og minna íþyngjandi. Það er rétt að byrja á atvinnulífinu, en það sama á að sjálfsögðu við um ýmis lög og reglur sem snerta daglegt líf borgaranna. Þar má einfalda ýmislegt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun