Innflæði falsvöru verði stöðvað með hertum tollalögum Þorgils Jónsson skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Baráttan gegn sölu á falsaðri merkjavöru fer fram úti um allan heim. Þessi mynd er tekin í Frakklandi fyrr á þessu ári þar sem yfirvöld skáru upp herör gegn fölsunum. Nordicphotos/AFP Innflutningur og sala á falsaðri merkjavöru og eftirlíkingum hefur færst í vöxt hér á landi sem og annars staðar í heiminum síðustu ár. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja að um sprengingu sé að ræða síðustu mánuði og hvetja til þess að hert verði á tollalögum til að stemma stigu við þessu ástandi. Flestir neytendur hafa eflaust rekist á tilboð þar sem valinkunn merkjavara, ekki síst fatnaður og minni raftæki, er boðin til sölu á verði sem er langt undir smásöluverði. Í þeim tilfellum er ekki útilokað að um sé að ræða falsaða vöru, eða misvandaðar eftirlíkingar. Síðustu mánuði og ár hefur fjölgað til muna, samfara tækniframförum og auknu aðgengi að internetinu, möguleikum á að nálgast slíkar vörur og er Ísland engin undantekning þar á. Vandamál á heimsvísuÞótt erfitt sé að geta sér til um hversu umfangsmikil sala á fölsuðum vörum og eftirlíkingum er á heimsvísu kom í ljós í ítarlegri úttekt OECD árið 2008, sem var uppfærð ári síðar, að sala á þeim hafi numið allt að 250 milljörðum dala árið 2007, sem var tæplega tvö prósent af alþjóðaviðskiptum. Nýlega gaf svo tollgæslan í Bandaríkjunum út skýrslu þar sem fram kom að á síðasta ári var lagt hald á falsaða merkjavöru sem flytja átti inn til landsins, að verðmæti um 1,26 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 150 milljörðum íslenskra króna og var það aukning upp á um það bil tíu prósent. Ekki hægt að taka einstaklingssendingarAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir vandann liggja í því að ekki sé heimild í tollalögum til að gera falsaða merkjavöru upptæka í póstsendingum ef um einstakling er að ræða. Heimildin nær eingöngu til þess þegar varan er flutt inn í atvinnuskyni. SVÞ ákvað því á stjórnarfundi í lok síðustu viku að leggja til breytingar á tollalögum þannig að heimilt verði að gera falsaða merkjavöru upptæka hver sem hlut á að máli, jafnvel þótt um minniháttar innflutning sé að ræða. „Það er gífurlegt magn af vörum sem eru að koma til landsins með þessum hætti nú um þessar mundir,“ segir Andrés. „Þetta er algjör sprenging á ótrúlega stuttum tíma því að það eru ekki nema um þrír mánuðir síðan ég heyrði fyrst á þessa síðu minnst.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að um það bil 6.500 sendingar komi til landsins á mánuði í gegnum þjónustu kínversku sölusíðunnar Aliexpress. „Þetta er falsað að einhverju leyti og einhverju ekki,“ segir Andrés. „Við getum ekki gert athugasemdir við vöru sem er löglega framleidd, en við viljum að tollurinn fylgist með magnsendingum af falsaðri merkjavöru, og við teljum þá hafa staðið sig með prýði hvað það varðar, en okkur finnst þá skorta lagaheimild á þessu afmarkaða sviði.“ Fatageirinn viðkvæmastur„Það má leiða líkur að því að þar sé að mestu leyti fatnaður, og þá tilteknar tegundir og vörumerki af fatnaði sem eru líklegri en aðrar,“ segir Andrés og bætir því við að sá geiri finni sérstaklega fyrir þessu hér á landi. „Það er hafið yfir allan vafa“ Andrés segir innflutninginn þó ekki einskorðast við fatnað heldur sé þar einnig um að ræða húsgögn, húsbúnað og minni raftæki, til dæmis iPad og iPhone, íhluti og margt fleira. Andrés segir SVÞ í þröngri stöðu í baráttunni gegn innflutningi á fölsuðum merkjavörum. „Það sem að okkur snýr í þessum málum og það eina sem við getum gert til að hafa áhrif er að þrýsta á um breytingar á löggjöf til þess að koma í veg fyrir að þetta verði eins óheft og raunin er í dag. Svo sjá menn í hendi sér að verslanir í landinu, sem eru að versla með þær vörur sem mest er sótt í með þessum hætti, munu einfaldlega ekki geta staðist þessa samkeppni.“ Aðspurður um það hvort fólki, sem kaupir meðvitað falsaða vöru, eigi ekki að að vera það frjálst segir Andrés að það sé ekki svo einfalt. „Að sjálfsögðu er það þannig að neytandinn tekur ákvörðun af fúsum og frjálsum vilja, en um leið er það brot á alþjóðasamningum að markaðssetja falsaða vöru sem háð er einkaleyfisrétti. Þannig hljótum við sem hagsmunasamtök að berjast gegn því þegar um ólögleg viðskipti er að ræða.“ Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Innflutningur og sala á falsaðri merkjavöru og eftirlíkingum hefur færst í vöxt hér á landi sem og annars staðar í heiminum síðustu ár. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja að um sprengingu sé að ræða síðustu mánuði og hvetja til þess að hert verði á tollalögum til að stemma stigu við þessu ástandi. Flestir neytendur hafa eflaust rekist á tilboð þar sem valinkunn merkjavara, ekki síst fatnaður og minni raftæki, er boðin til sölu á verði sem er langt undir smásöluverði. Í þeim tilfellum er ekki útilokað að um sé að ræða falsaða vöru, eða misvandaðar eftirlíkingar. Síðustu mánuði og ár hefur fjölgað til muna, samfara tækniframförum og auknu aðgengi að internetinu, möguleikum á að nálgast slíkar vörur og er Ísland engin undantekning þar á. Vandamál á heimsvísuÞótt erfitt sé að geta sér til um hversu umfangsmikil sala á fölsuðum vörum og eftirlíkingum er á heimsvísu kom í ljós í ítarlegri úttekt OECD árið 2008, sem var uppfærð ári síðar, að sala á þeim hafi numið allt að 250 milljörðum dala árið 2007, sem var tæplega tvö prósent af alþjóðaviðskiptum. Nýlega gaf svo tollgæslan í Bandaríkjunum út skýrslu þar sem fram kom að á síðasta ári var lagt hald á falsaða merkjavöru sem flytja átti inn til landsins, að verðmæti um 1,26 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 150 milljörðum íslenskra króna og var það aukning upp á um það bil tíu prósent. Ekki hægt að taka einstaklingssendingarAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir vandann liggja í því að ekki sé heimild í tollalögum til að gera falsaða merkjavöru upptæka í póstsendingum ef um einstakling er að ræða. Heimildin nær eingöngu til þess þegar varan er flutt inn í atvinnuskyni. SVÞ ákvað því á stjórnarfundi í lok síðustu viku að leggja til breytingar á tollalögum þannig að heimilt verði að gera falsaða merkjavöru upptæka hver sem hlut á að máli, jafnvel þótt um minniháttar innflutning sé að ræða. „Það er gífurlegt magn af vörum sem eru að koma til landsins með þessum hætti nú um þessar mundir,“ segir Andrés. „Þetta er algjör sprenging á ótrúlega stuttum tíma því að það eru ekki nema um þrír mánuðir síðan ég heyrði fyrst á þessa síðu minnst.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að um það bil 6.500 sendingar komi til landsins á mánuði í gegnum þjónustu kínversku sölusíðunnar Aliexpress. „Þetta er falsað að einhverju leyti og einhverju ekki,“ segir Andrés. „Við getum ekki gert athugasemdir við vöru sem er löglega framleidd, en við viljum að tollurinn fylgist með magnsendingum af falsaðri merkjavöru, og við teljum þá hafa staðið sig með prýði hvað það varðar, en okkur finnst þá skorta lagaheimild á þessu afmarkaða sviði.“ Fatageirinn viðkvæmastur„Það má leiða líkur að því að þar sé að mestu leyti fatnaður, og þá tilteknar tegundir og vörumerki af fatnaði sem eru líklegri en aðrar,“ segir Andrés og bætir því við að sá geiri finni sérstaklega fyrir þessu hér á landi. „Það er hafið yfir allan vafa“ Andrés segir innflutninginn þó ekki einskorðast við fatnað heldur sé þar einnig um að ræða húsgögn, húsbúnað og minni raftæki, til dæmis iPad og iPhone, íhluti og margt fleira. Andrés segir SVÞ í þröngri stöðu í baráttunni gegn innflutningi á fölsuðum merkjavörum. „Það sem að okkur snýr í þessum málum og það eina sem við getum gert til að hafa áhrif er að þrýsta á um breytingar á löggjöf til þess að koma í veg fyrir að þetta verði eins óheft og raunin er í dag. Svo sjá menn í hendi sér að verslanir í landinu, sem eru að versla með þær vörur sem mest er sótt í með þessum hætti, munu einfaldlega ekki geta staðist þessa samkeppni.“ Aðspurður um það hvort fólki, sem kaupir meðvitað falsaða vöru, eigi ekki að að vera það frjálst segir Andrés að það sé ekki svo einfalt. „Að sjálfsögðu er það þannig að neytandinn tekur ákvörðun af fúsum og frjálsum vilja, en um leið er það brot á alþjóðasamningum að markaðssetja falsaða vöru sem háð er einkaleyfisrétti. Þannig hljótum við sem hagsmunasamtök að berjast gegn því þegar um ólögleg viðskipti er að ræða.“
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira