Viðskipti innlent

Ný dreifingarmiðstöð Eimskips

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Nýja vörudreifingarmiðstöðin á Reyðarfirði er 668 fermetrar að stærð.
Nýja vörudreifingarmiðstöðin á Reyðarfirði er 668 fermetrar að stærð. Mynd/Eimskip
Tekin hefur verið í notkun ný dreifingarmiðstöð Eimskips Flytjanda á Reyðarfirði. Um er að ræða fyrstu sérhönnuðu vörudreifingarmiðstöðina sem Eimskip byggir utan Reykjavíkur.

Húsið er 668 fermetrar og á því þrír hleðslurampar og tvennar stórar vörudyr. Fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins að framkvæmdir við húsið hafi hafist í maí og því hafi framkvæmdatíminn aðeins verið um fimm mánuðir.

Landstólpi byggði húsið, en VSÓ ráðgjöf sá um útboð og hafði eftirlit með framkvæmdunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×