Lífið

Íslensk vísindi frá Dr. Braga

Marín Manda skrifar
Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Dr. Braga.
Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Dr. Braga.
"Ég kynntist þessum vörum fyrir rúmlega tveimur árum þegar vinkona mín og einn meðeigenda minna í dag spurði mig hvort ég hefði heyrt af þessum íslensku hágæðahúðvörum. Hvorug okkar hafði heyrt um Dr. Braga áður og forvitni okkar var vakin,“ segir Ásta S. Einarsdóttir sem nú er framkvæmdastjóri Dr. Braga í London.

Hún segir hrifningu sína af vörunum hafa verið hvatann að því að auka hróður íslenskra vísinda og framleiðslu bæði á Íslandi og erlendis. „Mér þótti mjög spennandi að til væru íslenskar hágæðahúðvörur sem hafa einstaklega mikla virkni án þess að skaða húðina.“ 

Vörulínan frá Dr. Braga
Maðurinn á bak við vísindin er Jón Bragi Bjarnason heitinn, doktor í lífefnafræði. Eftir að hafa rannsakað virkni sjávarensíma í þrjátíu ár þróaði hann vörurnar en prófanir sýndu fram á græðandi áhrif á húðina.

„Ég kynntist dóttur Jóns Braga, Sigurrósu, þegar við vorum saman í Fegurðarsamkeppni Íslands á sínum tíma og ég vona að fjölskylda hans sé ánægð með að við séum að halda nafni hans og vísindum á loft,“ útskýrir Ásta.

Vörulínan verður fljótlega fáanleg í Harrod"s og segir Ásta vörurnar vera einstaklega hreinar en þær innihalda engin rotvarnarefni, ilmefni, litarefni, olíur eða paraben. Jafnframt hafi fólki með húðvandamál eins og exem fundist vörurnar slá á einkennin.

Umfjöllun um Dr. Braga í erlendu blaði.
Viðtökurnar hafa verið glimrandi í Bretlandi og eru Beckham-hjónin og leikkonurnar Thandie Newton og Sienna Miller meðal annars viðskiptavinir Dr. Braga.„Annars eru ekki síðri meðmæli að mamma mín notar ekkert annað og er oft búin að fá verðskuldað hrós fyrir hversu vel hún líti út og falleg húð hennar sé. Vörurnar sem innihalda sjávarensímin virka eins og rakakrem, augnkrem og serum allt í senn,“ segir hún.

Ásta hefur búið erlendis síðustu 17 árin en hún stundaði MBA-nám í New York áður en hún flutti til London með fjölskyldu sína árið 2005. „Við vöndum okkur mikið við að tala góða og fallega íslensku á heimilinu og ég er mjög stolt af krökkunum fyrir það hve góða íslensku þau tala þrátt fyrir að hafa aldrei gengið í íslenskan skóla.“ Hægt er að fá nánari upplýsingar á drbragi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.