Íslandspóstur skýri taprekstur Óli Kristján Ármannsson og Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. október 2013 07:00 Hannes Hannesson framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar Tap á samkeppnisrekstri Íslandspósts getur falið í sér niðurgreiðslu frá einkaréttarstarfsemi til samkeppnishlutans, að því er lesa má úr ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Úttekt sýnir að árið 2011 hafi tap Íslandspósts af samkeppnisrekstri numið tæpum 200 milljónum króna. Ef dreginn er frá kostnaður sem Íslandspóstur reiknar vegna kvaðar um alþjónustu eykst tapið í 500 milljónir. Alþjónusta er kvöð á félagið um þjónustu við landsmenn, eins og póstdreifingu í öll hús. PFS vill að Pósturinn geri nánari grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum, svo að unnt sé að meta hvort um niðurgreiðslu sé að ræða eða ekki. Eigi að síður er áréttað að ekki hafi komið fram dæmi um að færsla kostnaðar í bókhaldi félagsins feli í sér „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar, hefur aðra sýn á málið. „Frá mínu sjónarhorni er það alþjónusta Íslandspósts sem greiðir niður samkeppnishlutann í dreifikerfi þeirra,“ segir Hannes sem kveðst telja Íslandspóst í ríkisrekinni samkeppni við einkaaðila. PFS lagði fyrir Íslandspóst áætlun um það sem þarf að lagfæra og skoða nánar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspóst, segir aðgerðaráætlun þegar komna í gang. Hluti hennar sé að skilgreina loks kostnað við alþjónustu, sem líkast til sé umtalsvert meiri en áætlað sé í bókum félagsins. „Þetta er það sem er að fara með okkur í dag, mjög miklar kröfur um þjónustu án þess að tekjur komi á móti,“ segir Helga Sigríður. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Tap á samkeppnisrekstri Íslandspósts getur falið í sér niðurgreiðslu frá einkaréttarstarfsemi til samkeppnishlutans, að því er lesa má úr ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Úttekt sýnir að árið 2011 hafi tap Íslandspósts af samkeppnisrekstri numið tæpum 200 milljónum króna. Ef dreginn er frá kostnaður sem Íslandspóstur reiknar vegna kvaðar um alþjónustu eykst tapið í 500 milljónir. Alþjónusta er kvöð á félagið um þjónustu við landsmenn, eins og póstdreifingu í öll hús. PFS vill að Pósturinn geri nánari grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum, svo að unnt sé að meta hvort um niðurgreiðslu sé að ræða eða ekki. Eigi að síður er áréttað að ekki hafi komið fram dæmi um að færsla kostnaðar í bókhaldi félagsins feli í sér „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar, hefur aðra sýn á málið. „Frá mínu sjónarhorni er það alþjónusta Íslandspósts sem greiðir niður samkeppnishlutann í dreifikerfi þeirra,“ segir Hannes sem kveðst telja Íslandspóst í ríkisrekinni samkeppni við einkaaðila. PFS lagði fyrir Íslandspóst áætlun um það sem þarf að lagfæra og skoða nánar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspóst, segir aðgerðaráætlun þegar komna í gang. Hluti hennar sé að skilgreina loks kostnað við alþjónustu, sem líkast til sé umtalsvert meiri en áætlað sé í bókum félagsins. „Þetta er það sem er að fara með okkur í dag, mjög miklar kröfur um þjónustu án þess að tekjur komi á móti,“ segir Helga Sigríður.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira