Gott að horfa á gullnu skýin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2013 10:00 "Það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja með mínum gömlu félögum sem ég hitti oft. Í mínum huga eru þeir alltaf strákarnir,“ segir Helena. Mynd/Auðunn Níelsson Sakleysislegar snjóflugur falla tignarlega til jarðar í logninu á Akureyri þegar flugvélin lendir. Það er mikil tilhlökkun fyrir manneskju sem ólst upp við söng Helenu Eyjólfsdóttur í óskalagaþáttum útvarpsins að hitta hana í eigin persónu. Hún býður mér brosandi í bæinn og á stofuborðinu liggur bókin um hana, Gullin ský, sem söguritarinn, Óskar Þór Halldórsson, var að koma með glóðvolga úr prentsmiðjunni. Við flettum bókinni með lotningu, skoðum myndirnar og rifjum upp lög sem Helena gerði vinsæl því textarnir eru birtir aftast í bókinni. Þeir fjalla nánast allir um ást. Hún hlær þegar ég ég spyr hvort hún trúi á ástina. „Já, svo sannarlega. Gerir þú það ekki líka?“ svarar hún að bragði.Æfði í kjallarakompu Rúm 60 ár eru frá því Helena kom fyrst fram syngjandi. Nú er hún að undirbúa tvenna stórtónleika í kvöld á Græna hattinum, í tilefni af útkomu bókarinnar. Þeir seinni byrja klukkan ellefu svo hún verður að fram á nótt en hún er ekki óvön því. Meðan ballmenningin var í mestum blóma söng hún fyrir dansi öll kvöld vikunnar nema miðvikudagskvöld. Hún ætlar að endurtaka tónleikana í Súlnasalnum 9. nóvember og slá þar upp balli á eftir. Með henni á báðum stöðum er úrvalslið hljóðfæraleikara og söngvara. Helena var barnastjarna. Hún hóf söngnám níu ára hjá Guðrúnu Pálsdóttur, ekkju Héðins Valdimarssonar. „Guðrún bjó í flottu húsi við Sjafnargötuna og ég labbaði til hennar tvisvar í viku úr Stórholtinu. Mér fannst ég komin í höll, þegar ég kom til hennar. Hún kenndi mér í þrjá vetur og tók ekki krónu fyrir.“ Meining Guðrúnar var að gera óperusöngkonu úr Helenu enda kveðst Helena oft hafa æft óperuaríur í kjallarakompu, þar sem hún taldi að enginn heyrði til, en síðan hafi dægurlagasöngurinn heillað og haldið henni fanginni upp frá því. Eilíf sæla Helena ólst upp í Reykjavík hjá góðum en fremur fátækum foreldrum, ásamt tveimur systrum, en faðir hennar dó þegar hún var tíu ára og yngsta systirin þriggja. „Pabbi var plötu- og ketilsmiður. Okkur var sagt að hann hefði dáið úr lungnabólgu en ég hef grun um að það hafi verið einhver rafsuðueitrun, hann varð alveg heiðgulur og þetta tók hann mjög hratt. Lát hans var reiðarslag fyrir okkur mæðgurnar.“ Sumarið eftir að faðir Helenu dó fór hún til föðurbróður síns og hans konu sem bjuggu á Akureyri. „Það átti að heita að ég væri að passa yngsta strákinn þeirra en auðvitað voru þau bara að létta undir með mömmu. Ég var ellefu ára og tók strax ástfóstri við Akureyri.“ Seinna náði Helena sér í akureyrskan pilt, Finn Eydal, sem bauð henni að koma norður að syngja með hljómsveit sem hann og bróðir hans Ingimar voru að stofna og hét Atlantic kvartett. Þá var hún sextán ára og sló til. „Þetta sumar, 1958, var eilíf sæla. Mér finnst alltaf hafa verið sól. Seinna fluttum við Finnur hingað þannig að ég er búin að búa hér mestan hluta ævi minnar,“ segir hún og augun tindra.“ Nú vil ég vita hvar fundum hennar og Finns bar saman. „Finnur var að spila með Hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík sem er Nasa núna. Ég var einu sinni að syngja þar á árshátíð. Þá kom hann til mín á eftir og spurði hvort hann mætti hringja í mig næsta dag. Ég hélt hann ætlaði að bjóða mér í bíó en þá var hann að biðja mig að koma norður að syngja með Atlantic kvartettinum. Þannig kynntumst við nú.“ Hann hefur séð eitthvað meira í þér en söngkonu, segi ég. „Já, það er fræg setning sem hann sagði við Ingimar bróður sinn þegar hann tjáði honum að hann væri búinn að finna söngkonu og Ingimar spurði hvernig hún væri: „Hún er með gleraugu.“ Ingimar var hinsvegar ekki að spyrja um útlitið heldur sönghæfileikana.“Erfiðasta hlutverkið Skemmtanabransanum hefur oft fylgt sukk en Helena kveðst alltaf verið reglusöm. „Það var aldrei notað áfengi þegar við vorum að spila, hvorki í hljómsveit Finns né Ingimars. En Finnur ánetjaðist lyfjum, var á tímabilum á því sem í dag er kallað læknadóp, svefnlyf og verkjalyf. Það var mjög erfitt en við áttum okkar góðu stundir á milli. Finnur fékk tvívegis krabbamein, fyrst undir tungu. „Við reyktum bæði, undir það síðasta reyktum við pípu því sígarettur voru svo dýrar. Mér fannst ægilega gott að reykja pípu,“ segir Helena. „Meinið var fjarlægt en þetta var erfitt fyrir Finn, því tungan er svo mikilvæg þegar leikið er á blásturshljóðfæri. En það tókst að laga þetta. Svo fékk Finnur krabbamein í ristil, það var tekinn bútur og þá var það búið. En svo kom nýrnabilunin. Það endaði með því að nýrun hreinlega gáfu sig og hann þurfti að lifa við blóðskilunarvél.“ Helena gerði sér lítið fyrir og lærði á blóðskilunarvél til að geta sinnt Finni og einu herbergi á heimilinu var breytt í sjúkrastofu. Þannig var það í fjögur ár. „Þetta er erfiðasta hlutverk sem ég hef tekist á við en sé aldrei í lífinu eftir því. Það varð til þess að við þurftum ekki að flytja suður og Finnur gat haldið áfram að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri, sem hann hafði unun af. Í lokin fékk hann stórt heilablóðfall þar sem hann lá á Landspítalanum, ég rétt náði til hans áður en hann dó. Það var ómetanlegt. Við gerðum alla hluti saman og mér fannst dásamlegt að við værum saman á þessari stundu líka.“ Nú í nóvember eru sautján ár frá því Finnur lést, 56 ára að aldri. Blessuð sé minning hans.Ekkert mávapex En líf Helenu heldur áfram, hún er heilbrigðin uppmáluð og kveðst jákvæð manneskja að eðlisfari. „Það er gott að horfa bara á gullnu skýin,“ segir hún brosandi. „Ég sef vel, jafnvel þó eitthvað bjáti á, það er ég þakklát fyrir. Ég fer út að ganga á hverjum einasta degi og reyni að borða hollt. Ég á þrjú börn og elska að knúsa barnabörnin en þau búa bara í Reykjavík og Bandaríkjunum. Það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja með mínum gömlu félögum sem ég hitti oft. Í mínum huga eru þeir alltaf strákarnir. Ég var að skrifa vinkonu minni í Svíþjóð tölvupóst um daginn og endaði á að segja. „Jæja, nú verð ég að hætta, því ég er að fara að syngja með strákunum.“ Hún skrifaði um hæl. „Þú meinar auðvitað körlunum.“ Ég var svo móðguð að ég svaraði henni ekki einu sinni.“ Nú er sólódiskur í undirbúningi hjá Helenu. Fyrsti sólódiskurinn á ferlinum. Hún segir þar meðal annars verða ný lög frá íslenskum höfundum. „Hálfum mánuði áður en Jóhann G. Jóhannsson dó rétti hann útgefandanum mínum umslag með níu lögum sem hann merkti mér. Það finnst mér dásamlegt. Ég tek örugglega eitthvað af þeim.“ Hún ætlar þá semsagt ekki að taka sín gömlu lög? Nei, það verður ekkert Á skíðum skemmti ég mér eða mávapexið, eins og Raggi Bjarna kallar Hvíta mávar. „Helena mín, komdu og syngdu hérna með mér mávapexið.“ Ekki er hægt að sleppa Helenu svo að minnast ekki á Helenustokkinn fræga, hún er einmitt með hann á bókarkápunni. Skyldi hún ekki ánægð með að hafa auðgað íslenskuna með því orði? Hún hlær. „Það var alls ekki ég sem gaf stokknum þetta nafn. Ég heyrði það í fyrsta skipti í sjónvarpsþætti með Stuðmönnum þar sem Egill Ólafsson var að tala um þetta hljóðfæri og segir: Ja, við köllum þetta nú alltaf Helenustokk.“ Ég fann hvernig ég kafroðnaði. Á menningarnótt á Akureyri í lok ágúst var ég að syngja með Retro Stefson, strákum af þriðju kynslóð frá mér. Það var mjög skemmtilegt. Ég valdi lagið María Isabel og tók stokkinn með mér. Pallurinn var neðst í gilinu, við Hótel Kea og svakalega öflugt hljóðkerfi, fólkið allt í Gilinu og kirkjutröppunum. Ó, þetta var svo gaman, alveg ógleymanlegt.“ Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sakleysislegar snjóflugur falla tignarlega til jarðar í logninu á Akureyri þegar flugvélin lendir. Það er mikil tilhlökkun fyrir manneskju sem ólst upp við söng Helenu Eyjólfsdóttur í óskalagaþáttum útvarpsins að hitta hana í eigin persónu. Hún býður mér brosandi í bæinn og á stofuborðinu liggur bókin um hana, Gullin ský, sem söguritarinn, Óskar Þór Halldórsson, var að koma með glóðvolga úr prentsmiðjunni. Við flettum bókinni með lotningu, skoðum myndirnar og rifjum upp lög sem Helena gerði vinsæl því textarnir eru birtir aftast í bókinni. Þeir fjalla nánast allir um ást. Hún hlær þegar ég ég spyr hvort hún trúi á ástina. „Já, svo sannarlega. Gerir þú það ekki líka?“ svarar hún að bragði.Æfði í kjallarakompu Rúm 60 ár eru frá því Helena kom fyrst fram syngjandi. Nú er hún að undirbúa tvenna stórtónleika í kvöld á Græna hattinum, í tilefni af útkomu bókarinnar. Þeir seinni byrja klukkan ellefu svo hún verður að fram á nótt en hún er ekki óvön því. Meðan ballmenningin var í mestum blóma söng hún fyrir dansi öll kvöld vikunnar nema miðvikudagskvöld. Hún ætlar að endurtaka tónleikana í Súlnasalnum 9. nóvember og slá þar upp balli á eftir. Með henni á báðum stöðum er úrvalslið hljóðfæraleikara og söngvara. Helena var barnastjarna. Hún hóf söngnám níu ára hjá Guðrúnu Pálsdóttur, ekkju Héðins Valdimarssonar. „Guðrún bjó í flottu húsi við Sjafnargötuna og ég labbaði til hennar tvisvar í viku úr Stórholtinu. Mér fannst ég komin í höll, þegar ég kom til hennar. Hún kenndi mér í þrjá vetur og tók ekki krónu fyrir.“ Meining Guðrúnar var að gera óperusöngkonu úr Helenu enda kveðst Helena oft hafa æft óperuaríur í kjallarakompu, þar sem hún taldi að enginn heyrði til, en síðan hafi dægurlagasöngurinn heillað og haldið henni fanginni upp frá því. Eilíf sæla Helena ólst upp í Reykjavík hjá góðum en fremur fátækum foreldrum, ásamt tveimur systrum, en faðir hennar dó þegar hún var tíu ára og yngsta systirin þriggja. „Pabbi var plötu- og ketilsmiður. Okkur var sagt að hann hefði dáið úr lungnabólgu en ég hef grun um að það hafi verið einhver rafsuðueitrun, hann varð alveg heiðgulur og þetta tók hann mjög hratt. Lát hans var reiðarslag fyrir okkur mæðgurnar.“ Sumarið eftir að faðir Helenu dó fór hún til föðurbróður síns og hans konu sem bjuggu á Akureyri. „Það átti að heita að ég væri að passa yngsta strákinn þeirra en auðvitað voru þau bara að létta undir með mömmu. Ég var ellefu ára og tók strax ástfóstri við Akureyri.“ Seinna náði Helena sér í akureyrskan pilt, Finn Eydal, sem bauð henni að koma norður að syngja með hljómsveit sem hann og bróðir hans Ingimar voru að stofna og hét Atlantic kvartett. Þá var hún sextán ára og sló til. „Þetta sumar, 1958, var eilíf sæla. Mér finnst alltaf hafa verið sól. Seinna fluttum við Finnur hingað þannig að ég er búin að búa hér mestan hluta ævi minnar,“ segir hún og augun tindra.“ Nú vil ég vita hvar fundum hennar og Finns bar saman. „Finnur var að spila með Hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík sem er Nasa núna. Ég var einu sinni að syngja þar á árshátíð. Þá kom hann til mín á eftir og spurði hvort hann mætti hringja í mig næsta dag. Ég hélt hann ætlaði að bjóða mér í bíó en þá var hann að biðja mig að koma norður að syngja með Atlantic kvartettinum. Þannig kynntumst við nú.“ Hann hefur séð eitthvað meira í þér en söngkonu, segi ég. „Já, það er fræg setning sem hann sagði við Ingimar bróður sinn þegar hann tjáði honum að hann væri búinn að finna söngkonu og Ingimar spurði hvernig hún væri: „Hún er með gleraugu.“ Ingimar var hinsvegar ekki að spyrja um útlitið heldur sönghæfileikana.“Erfiðasta hlutverkið Skemmtanabransanum hefur oft fylgt sukk en Helena kveðst alltaf verið reglusöm. „Það var aldrei notað áfengi þegar við vorum að spila, hvorki í hljómsveit Finns né Ingimars. En Finnur ánetjaðist lyfjum, var á tímabilum á því sem í dag er kallað læknadóp, svefnlyf og verkjalyf. Það var mjög erfitt en við áttum okkar góðu stundir á milli. Finnur fékk tvívegis krabbamein, fyrst undir tungu. „Við reyktum bæði, undir það síðasta reyktum við pípu því sígarettur voru svo dýrar. Mér fannst ægilega gott að reykja pípu,“ segir Helena. „Meinið var fjarlægt en þetta var erfitt fyrir Finn, því tungan er svo mikilvæg þegar leikið er á blásturshljóðfæri. En það tókst að laga þetta. Svo fékk Finnur krabbamein í ristil, það var tekinn bútur og þá var það búið. En svo kom nýrnabilunin. Það endaði með því að nýrun hreinlega gáfu sig og hann þurfti að lifa við blóðskilunarvél.“ Helena gerði sér lítið fyrir og lærði á blóðskilunarvél til að geta sinnt Finni og einu herbergi á heimilinu var breytt í sjúkrastofu. Þannig var það í fjögur ár. „Þetta er erfiðasta hlutverk sem ég hef tekist á við en sé aldrei í lífinu eftir því. Það varð til þess að við þurftum ekki að flytja suður og Finnur gat haldið áfram að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri, sem hann hafði unun af. Í lokin fékk hann stórt heilablóðfall þar sem hann lá á Landspítalanum, ég rétt náði til hans áður en hann dó. Það var ómetanlegt. Við gerðum alla hluti saman og mér fannst dásamlegt að við værum saman á þessari stundu líka.“ Nú í nóvember eru sautján ár frá því Finnur lést, 56 ára að aldri. Blessuð sé minning hans.Ekkert mávapex En líf Helenu heldur áfram, hún er heilbrigðin uppmáluð og kveðst jákvæð manneskja að eðlisfari. „Það er gott að horfa bara á gullnu skýin,“ segir hún brosandi. „Ég sef vel, jafnvel þó eitthvað bjáti á, það er ég þakklát fyrir. Ég fer út að ganga á hverjum einasta degi og reyni að borða hollt. Ég á þrjú börn og elska að knúsa barnabörnin en þau búa bara í Reykjavík og Bandaríkjunum. Það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja með mínum gömlu félögum sem ég hitti oft. Í mínum huga eru þeir alltaf strákarnir. Ég var að skrifa vinkonu minni í Svíþjóð tölvupóst um daginn og endaði á að segja. „Jæja, nú verð ég að hætta, því ég er að fara að syngja með strákunum.“ Hún skrifaði um hæl. „Þú meinar auðvitað körlunum.“ Ég var svo móðguð að ég svaraði henni ekki einu sinni.“ Nú er sólódiskur í undirbúningi hjá Helenu. Fyrsti sólódiskurinn á ferlinum. Hún segir þar meðal annars verða ný lög frá íslenskum höfundum. „Hálfum mánuði áður en Jóhann G. Jóhannsson dó rétti hann útgefandanum mínum umslag með níu lögum sem hann merkti mér. Það finnst mér dásamlegt. Ég tek örugglega eitthvað af þeim.“ Hún ætlar þá semsagt ekki að taka sín gömlu lög? Nei, það verður ekkert Á skíðum skemmti ég mér eða mávapexið, eins og Raggi Bjarna kallar Hvíta mávar. „Helena mín, komdu og syngdu hérna með mér mávapexið.“ Ekki er hægt að sleppa Helenu svo að minnast ekki á Helenustokkinn fræga, hún er einmitt með hann á bókarkápunni. Skyldi hún ekki ánægð með að hafa auðgað íslenskuna með því orði? Hún hlær. „Það var alls ekki ég sem gaf stokknum þetta nafn. Ég heyrði það í fyrsta skipti í sjónvarpsþætti með Stuðmönnum þar sem Egill Ólafsson var að tala um þetta hljóðfæri og segir: Ja, við köllum þetta nú alltaf Helenustokk.“ Ég fann hvernig ég kafroðnaði. Á menningarnótt á Akureyri í lok ágúst var ég að syngja með Retro Stefson, strákum af þriðju kynslóð frá mér. Það var mjög skemmtilegt. Ég valdi lagið María Isabel og tók stokkinn með mér. Pallurinn var neðst í gilinu, við Hótel Kea og svakalega öflugt hljóðkerfi, fólkið allt í Gilinu og kirkjutröppunum. Ó, þetta var svo gaman, alveg ógleymanlegt.“
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira