Það er alltaf frábært veður hérna eins og á Akureyri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. október 2013 10:00 Arnór er loksins orðinn heill heilsu og sér fram á bjartari tíma á næstu mánuðum. Mynd/Valli „Lífið er stórkostlegt. Okkur líður mjög vel hérna og erum smám saman að komast inn í hlutina,“ segir Arnór Atlason hress og kátur. Hann söðlaði um í sumar og samdi til þriggja ára við franska félagið St. Raphael. Það er um 30 þúsund manna bær á Frönsku Rívíerunni. Arnór segir bæinn afar notalegan og veðrið sé að sjálfsögðu mikill bónus. „Þetta er bara eins og Akureyri. Það er líka alltaf frábært veður hérna eins og á Akureyri.“ Það hefur mikið gengið á undanfarið ár hjá landsliðsmanninum. Skömmu eftir að hann samdi við franska félagið þá sleit hann hásin. Það hélt honum frá æfingum og keppni svo mánuðum skipti. Er hann kom síðan út til Frakklands dundi annað áfall yfir. „Ég puttabrotnaði nánast um leið og ég kom út. Ég missti því alveg af undirbúningstímabilinu hjá okkur. Ég kom inn í hóp er deildin byrjaði og spilaði mjög lítið í upphafi enda nýbyrjaður að spila. Ég er sífellt að fá meiri spiltíma og í dag spila ég kannski 30 mínútur í leik,“ segir Arnór. Hann er fjölhæfur leikmaður og getur leysti bæði skyttustöðuna og miðjuna. Hann spilar þó eingöngu á miðjunni hjá St. Raphael líkt og hann hefur gert með sínum félagsliðum. Hann spilar nær eingöngu skyttu með landsliðinu. Leikmaðurinn er orðinn algjörlega heill heilsu og kennir sér ekki lengur meins. „Þetta var erfitt í byrjun, ég get alveg viðurkennt það. Vonandi er komið nóg af meiðslum í bili. Ég finn ekkert til í puttanum og hásinin truflar mig ekki að neinu leyti. Ég get alveg spilað af fullum krafti.“ Arnór segir franska handboltann nokkuð góðan. „Þetta er hörkudeild og við höfum farið þokkalega af stað. Erum í fjórða sæti. Við töpuðum tveim leikjum sem við áttum að vinna. Það vantar smástöðugleika hjá okkur. Sjö bestu liðin hér eru mjög góð. Svo eru líka slakari lið eins og alls staðar. Þetta er jöfn deild fyrir utan Paris sem er með frábært lið. Liðin í deildinni hér hafa styrkt sig mikið síðustu ár,“ segir Arnór og bætir við að ágætlega sé mætt á völlinn. Akureyringurinn kunni ekkert í frönsku er hann fór út en segir að það gangi ágætlega að læra frönskuna. Hann er farinn að geta tjáð sig lítillega. „Ég er aðeins farinn að láta heyra í mér. Ég og tveir Danir sem komu líka í sumar erum saman í frönskutímum. Það er alltaf gaman að læra nýtt tungumál. Ég er að veða búinn að læra þau nokkur núna,“ segir Arnór en hann talar einnig reiprennandi dönsku og þýsku. Það styttist í Evrópumótið í Danmörku og landsliðið kemur saman á næstu dögum í æfingabúðum. Arnór bíður spenntur eftir því. „Ég er ekki farinn að horfa alveg á EM. Eftir öll þessi meiðsli þá horfi ég ekki lengra en fram í næstu viku. Ég hlakka mikið til að hitta strákana í landsliðinu. Ég hef ekki verið mikið með vegna meiðslanna fyrir utan síðasta sumar. Þá var ég ekki í neinu formi til að spila landsleiki. Nú er ég á leiðinni upp aftur og það verður gaman að láta til sín taka á nýjan leik.“ Handbolti Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Lífið er stórkostlegt. Okkur líður mjög vel hérna og erum smám saman að komast inn í hlutina,“ segir Arnór Atlason hress og kátur. Hann söðlaði um í sumar og samdi til þriggja ára við franska félagið St. Raphael. Það er um 30 þúsund manna bær á Frönsku Rívíerunni. Arnór segir bæinn afar notalegan og veðrið sé að sjálfsögðu mikill bónus. „Þetta er bara eins og Akureyri. Það er líka alltaf frábært veður hérna eins og á Akureyri.“ Það hefur mikið gengið á undanfarið ár hjá landsliðsmanninum. Skömmu eftir að hann samdi við franska félagið þá sleit hann hásin. Það hélt honum frá æfingum og keppni svo mánuðum skipti. Er hann kom síðan út til Frakklands dundi annað áfall yfir. „Ég puttabrotnaði nánast um leið og ég kom út. Ég missti því alveg af undirbúningstímabilinu hjá okkur. Ég kom inn í hóp er deildin byrjaði og spilaði mjög lítið í upphafi enda nýbyrjaður að spila. Ég er sífellt að fá meiri spiltíma og í dag spila ég kannski 30 mínútur í leik,“ segir Arnór. Hann er fjölhæfur leikmaður og getur leysti bæði skyttustöðuna og miðjuna. Hann spilar þó eingöngu á miðjunni hjá St. Raphael líkt og hann hefur gert með sínum félagsliðum. Hann spilar nær eingöngu skyttu með landsliðinu. Leikmaðurinn er orðinn algjörlega heill heilsu og kennir sér ekki lengur meins. „Þetta var erfitt í byrjun, ég get alveg viðurkennt það. Vonandi er komið nóg af meiðslum í bili. Ég finn ekkert til í puttanum og hásinin truflar mig ekki að neinu leyti. Ég get alveg spilað af fullum krafti.“ Arnór segir franska handboltann nokkuð góðan. „Þetta er hörkudeild og við höfum farið þokkalega af stað. Erum í fjórða sæti. Við töpuðum tveim leikjum sem við áttum að vinna. Það vantar smástöðugleika hjá okkur. Sjö bestu liðin hér eru mjög góð. Svo eru líka slakari lið eins og alls staðar. Þetta er jöfn deild fyrir utan Paris sem er með frábært lið. Liðin í deildinni hér hafa styrkt sig mikið síðustu ár,“ segir Arnór og bætir við að ágætlega sé mætt á völlinn. Akureyringurinn kunni ekkert í frönsku er hann fór út en segir að það gangi ágætlega að læra frönskuna. Hann er farinn að geta tjáð sig lítillega. „Ég er aðeins farinn að láta heyra í mér. Ég og tveir Danir sem komu líka í sumar erum saman í frönskutímum. Það er alltaf gaman að læra nýtt tungumál. Ég er að veða búinn að læra þau nokkur núna,“ segir Arnór en hann talar einnig reiprennandi dönsku og þýsku. Það styttist í Evrópumótið í Danmörku og landsliðið kemur saman á næstu dögum í æfingabúðum. Arnór bíður spenntur eftir því. „Ég er ekki farinn að horfa alveg á EM. Eftir öll þessi meiðsli þá horfi ég ekki lengra en fram í næstu viku. Ég hlakka mikið til að hitta strákana í landsliðinu. Ég hef ekki verið mikið með vegna meiðslanna fyrir utan síðasta sumar. Þá var ég ekki í neinu formi til að spila landsleiki. Nú er ég á leiðinni upp aftur og það verður gaman að láta til sín taka á nýjan leik.“
Handbolti Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira