Skulda þjóðinni afsökunarbeiðni Stígur Helgason skrifar 26. október 2013 07:00 Hannes segist ekki vera eignamaður í dag, hann hafi enda tapað miklu í hruninu. "Og þetta er svo sem engin keppni um það hver tapar mestu – það tapa bara allir miklu.“ Mynd/Richard Pasley „Af hverju geturðu ekki verið aðeins meira eins og Hannes Smárason?“ Þessi spurning var síendurtekin í Áramótaskaupinu 2006, og þótt hún þætti fyndin var hún alls engin öfugmæli – fólk vildi raunverulega vera eins og Hannes Smárason, farsælasti viðskiptajöfur landsins. Svo hrundi íslenska bankakerfið og allt í einu var ekki lengur jafn eftirsóknarvert að vera eins og Hannes. Raunar voru fáir verr þokkaðir í samfélaginu en hann.Kemur Íslandi vonandi til góða Síðan eru liðin fimm ár og á þeim tíma hefur Hannes haft hægt um sig. Skyndilega er hann hins vegar aftur kominn fram á sjónarsviðið – nú er hann orðinn forstjóri NextCode Health, dótturfélags Amgen, sem í fyrra keypti Íslenska erfðagreiningu fyrir 52 milljarða króna. „Þetta er nýtt sprotafyrirtæki,“ segir Hannes, sem fluttist búferlum til Boston í haust til að sinna starfinu. Fyrirtækið er í mjög tæknilegum rekstri og Hannes afsakar enskusletturnar fyrir fram. Það reynist óþarfi því að honum tekst ágætlega að koma orðum að verkefninu: „Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðgerðagreina einstaklinga – það reynir með öðrum orðum að komast að því hvaða sjúkdóma viðkomandi eigi á hættu að fá. Slík greiningarvinna er að breytast umtalsvert, það er mun meira af gögnum og upplýsingum sem hægt er að vinna úr til að komast að betri niðurstöðu og við ætlum að hjálpa stórum sjúkrahúsum og öðrum sem veita læknisþjónustu að sinna slíkri greiningarvinnu.“ Hann kveðst vonast til þess að starfsemi fyrirtækisins geti komið Íslandi til góða – það muni vinna með Íslenskri erfðagreiningu og þegar fram í sækir geti það vonandi stuðlað að áframhaldandi uppbyggingu íslensks tækniiðnaðar. Þá nefnir hann einnig gagnahýsingu sem viðskiptavinir félagsins muni hafa mikla þörf fyrir. Hannes vann í líftæknigeiranum á sínum tíma og segist hafa haldið góðu sambandi við þá fjárfesta sem standi að baki NextCode Health. „Þetta er svið sem ég hef verið að færa mig aftur inn á síðustu tvö, þrjú ár. Ég kom aðeins nálægt því í fyrra þegar Decode var selt og þetta óx áfram í framhaldinu af því.“Kom þinn gamli samstarfsmaður, Kári Stefánsson, að því að því að útvega þér þetta starf? „Nei, hann kom ekki beint að því, alls ekki. Við höfum átt mjög gott og farsælt samstarf í mörg ár og hann kom að samningum sem við þurftum að gera til að fá nauðsynleg leyfi – hans aðkoma var aðallega á þeim grunni.“ Fyrst Hannes nefnir þátttöku sína í sölunni á Íslenskri erfðagreiningu í desember í fyrra er ekki úr vegi að spyrja hann um fréttir þess efnis að hann hafi fengið 20 milljónir fyrir ráðgjöf við söluna. „Ég vil í sjálfu sér ekkert tjá mig um það – ég var að sinna þarna ákveðnu ráðgjafarhlutverki og hjálpaði til við tæknilegar útfærslur og annað. Var það ekki Mark Twain sem sagði að sögur af andláti hans hefðu verið stórlega ýktar? Ætli það sé ekki eins með þetta – sögur af einhverjum himinháum greiðslum til mín út af þessu eru stórlega ýktar.“Ekki með verri sögu en aðrir Hannes hlær þegar hann er spurður hvort viðskiptasaga hans gefi tilefni til þess að honum sé treyst til að stýra fyrirtæki af þessu tagi. „Já, já, ég held að hún gefi alveg tilefni til þess. Ég veit ekki til þess að ég hafi verri sögu en margir aðrir. Auðvitað var ég virkur þátttakandi í íslensku viðskiptalífi í mörg ár og áberandi sem slíkur. Klárlega var margt af því sem þar viðgekkst eitthvað sem menn mundu ekki endilega endurtaka, en engu að síður voru menn ósköp einfaldlega að vinna eftir þeim lögum og reglum sem giltu á þeim tíma og ég tel mig hafa haldið mig algjörlega innan þeirra marka, þannig að það er svo sem ekkert í því sem ætti að vera því til fyrirstöðu.“ Þótt Hannes segist ekki eiga verri sögu en aðrir er vert að geta þess að FL Group setti Íslandsmet í tapi árið 2007 undir stjórn Hannesar – tapaði 67,3 milljörðum. „Það sem byrjaði að gerast árið 2007 var gríðarlega hröð lækkun á eignum og vissulega skilaði það sér í tapi, en þetta er eðli viðskipta, þegar verð sveiflast þá hækkar virði eigna og lækkar. Það áttu sér stað gríðarlegar lækkanir og leiðréttingar á öllum eignum í heiminum og augljóslega tapast þá miklir fjármunir,“ segir Hannes og bætir við að persónulega hafi hann líklega tapað jafnmiklu eða meiru en flestir, bæði sem einstaklingur og í gegnum fyrirtæki sem hann tengdist. Hannes viðurkennir að menn hafi gengið of hratt um gleðinnar dyr í góðærinu og hefðu átt að vanda sig betur, hins vegar hafi Ísland bara lent á vegg á undan öðrum. „Ef við horfum á þá fjármuni sem þurfti að dæla inn í bankakerfi heimsins getum við séð að nánast hvert einasta bankakerfi var byrjað að riða til falls á þessum tíma,“ segir hann. Ísland hafi hins vegar verið eitt og afskipt í að takast á við vandann.Gerði ekkert rangtBraustu lög í viðskiptum þínum? „Það tel ég mig ekki hafa gert. Ég fylgdi öllum þeim lögum og reglum sem voru ríkjandi á þeim tíma sem ég átti í þessum viðskiptum. Hins vegar er þetta alltaf þannig að menn geta gert mistök, en mistök og lögbrot eru ekki sami hluturinn og það er lykilatriði.“ Engu að síður eru yfirvöld með mál tengd Hannesi til rannsóknar, til dæmis skattamál FL Group og grunsemdir um að FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum sem Fons Pálma Haraldssonar greiddi fyrir flugfélagið Sterling árið 2005. Millifærsla út úr FL Group í tengslum við það leiddi til þess að nokkrir stjórnarmenn félagsins og forstjórinn Ragnhildur Geirsdóttir hættu. Hannes segist ekki búast við því að nokkuð verði úr þessum málum. „Ég hef engar forsendur til að ætla það. Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið nein lög á einum eða neinum stað – þess vegna kæmi það mér á óvart. Ég hef ekki gert neitt rangt í þeim viðskiptum sem ég hef stundað, ég hef þvert á móti reynt að haga hlutunum þannig að sem flest sé uppi á borðinu.“ Hannes segist sýna því skilning að verkefnin sem sérstakur saksóknari og aðrir sem rannsaka bankahrunið standa frammi fyrir séu stór og tímafrek, og það er ekki að heyra á honum að hann sé reiður yfir því að sæta slíkri skoðun, ólíkt mörgum í hans sporum. „Það þjónar afskaplega litlum tilgangi að vera reiður yfir hlutum sem maður hefur ekkert um að segja. Ég get örugglega verið mjög reiður og sár á slæmum degi, en það hefur bara ekkert upp á sig. Það þarf að nálgast þessa hluti af æðruleysi og reyna að breyta þeim hlutum sem maður getur breytt og sætta sig við þá sem maður getur ekki breytt.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvort mögulegar ákærur í málum hans kunni að hafa áhrif á störf hans fyrir NextCode Health. „Það hefur ekkert verið rætt. Þetta er bara einkafyrirtæki í eigu erlendra aðila með starfsemi fyrir utan Ísland þannig að ég veit ekki hversu mikið menn eru að fókusera á það sem er að gerast uppi á Íslandi.“Allir brugðust traustiÞá er það klassíska spurningin: Skuldarðu íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni? „Eflaust geri ég það. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera framarlega í viðskiptalífinu og það getur enginn verið ánægður með það hvernig fór fyrir Íslandi, alveg sama hvernig þú snýrð hlutunum. Í því samhengi skulda ég þjóðinni auðvitað afsökunarbeiðni – sem og bara allir sem voru í viðskiptalífinu, stjórnmálum og reglugerðabatteríinu. Það fólk brást því trausti sem því hafði verið sýnt í sínum stöðum. Ef þú horfir hins vegar á mína sérstöku stöðu þá var ég farinn út úr viðskiptum töluvert áður en þessir atburðir áttu sér stað þannig að ég var ekki á þeim tíma í lykilstöðu til að hafa nein áhrif á gang mála, sem er miður.“ Hannes segir nefnilega að það hefði vel verið hægt að draga úr tjóninu á árinu 2008. Hann hafi í viðtali við Morgunblaðið í árslok 2007 sagt að framundan væru miklir endurskipulagningartímar fyrir skuldsett íslensk félög, en menn hafi hins vegar vonað að dýfan mundi jafna sig eins og árið 2006. „En svo gerðist það ekki. Þetta var kolvitlaus nálgun, í stað þess að reyna að hanga á eignum hefðu menn einfaldlega þurft að fara í skipulega eignasölu og ná efnahagsreikningnum niður. Þetta eru stóru mistökin sem áttu sér stað á Íslandi að mínu viti.“Ég er enginn eignamaður í dagHvað hefurðu verið að gera undanfarin fimm, sex ár? „Það er ekkert sérstakt sem hægt er að tiltaka. Ég hef sinnt hinum ýmsu ráðgjafarverkefnum og átt aðkomu að fjölmörgum viðskiptum úti um allan heim. Ég er svo heppinn að vera með mjög gott tengslanet utan Íslands, ég bjó í Bandaríkjunum í tíu ár og er búinn að stunda alþjóðaviðskipti frá því að ég var mjög ungur. Þannig að það hefur ekki verið neinn skortur á verkefnum.“ Hannes sagðist áðan hafa tapað meiru en flestir á hruninu. Er hann á flæðiskeri staddur? „Ég var með vinnu – það er fyrsta skrefið. Ég er enginn eignamaður í dag, ef þú ert að spyrja um það. Ég sé fyrir mér með þeim verkefnum sem ég tek að mér og er mjög sáttur við það. Og þetta er svo sem engin keppni um það hver tapar mestu – það tapa bara allir miklu. Þegar fór að halla undan fæti lagði ég hins vegar mikið á mig til að koma með verðmæti inn í þá banka sem ég átti mest viðskipti við, og á sama tíma og kerfið riðaði til falls þá var ég að borga peninga inn í bankana en ekki taka þá út. Það eru kannski ekki margir sem vita það.“Sérðu fyrir þér að koma aftur til Íslands? „Það er svo sem ekki í spilunum akkúrat núna. Það verður bara að koma í ljós. Ég horfi ekki mikið lengra en á þetta verkefni sem er komið upp núna. Ef það er eitthvað sem maður er búinn að læra þá er það að reyna ekki að spá langt fram í tímann.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Af hverju geturðu ekki verið aðeins meira eins og Hannes Smárason?“ Þessi spurning var síendurtekin í Áramótaskaupinu 2006, og þótt hún þætti fyndin var hún alls engin öfugmæli – fólk vildi raunverulega vera eins og Hannes Smárason, farsælasti viðskiptajöfur landsins. Svo hrundi íslenska bankakerfið og allt í einu var ekki lengur jafn eftirsóknarvert að vera eins og Hannes. Raunar voru fáir verr þokkaðir í samfélaginu en hann.Kemur Íslandi vonandi til góða Síðan eru liðin fimm ár og á þeim tíma hefur Hannes haft hægt um sig. Skyndilega er hann hins vegar aftur kominn fram á sjónarsviðið – nú er hann orðinn forstjóri NextCode Health, dótturfélags Amgen, sem í fyrra keypti Íslenska erfðagreiningu fyrir 52 milljarða króna. „Þetta er nýtt sprotafyrirtæki,“ segir Hannes, sem fluttist búferlum til Boston í haust til að sinna starfinu. Fyrirtækið er í mjög tæknilegum rekstri og Hannes afsakar enskusletturnar fyrir fram. Það reynist óþarfi því að honum tekst ágætlega að koma orðum að verkefninu: „Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðgerðagreina einstaklinga – það reynir með öðrum orðum að komast að því hvaða sjúkdóma viðkomandi eigi á hættu að fá. Slík greiningarvinna er að breytast umtalsvert, það er mun meira af gögnum og upplýsingum sem hægt er að vinna úr til að komast að betri niðurstöðu og við ætlum að hjálpa stórum sjúkrahúsum og öðrum sem veita læknisþjónustu að sinna slíkri greiningarvinnu.“ Hann kveðst vonast til þess að starfsemi fyrirtækisins geti komið Íslandi til góða – það muni vinna með Íslenskri erfðagreiningu og þegar fram í sækir geti það vonandi stuðlað að áframhaldandi uppbyggingu íslensks tækniiðnaðar. Þá nefnir hann einnig gagnahýsingu sem viðskiptavinir félagsins muni hafa mikla þörf fyrir. Hannes vann í líftæknigeiranum á sínum tíma og segist hafa haldið góðu sambandi við þá fjárfesta sem standi að baki NextCode Health. „Þetta er svið sem ég hef verið að færa mig aftur inn á síðustu tvö, þrjú ár. Ég kom aðeins nálægt því í fyrra þegar Decode var selt og þetta óx áfram í framhaldinu af því.“Kom þinn gamli samstarfsmaður, Kári Stefánsson, að því að því að útvega þér þetta starf? „Nei, hann kom ekki beint að því, alls ekki. Við höfum átt mjög gott og farsælt samstarf í mörg ár og hann kom að samningum sem við þurftum að gera til að fá nauðsynleg leyfi – hans aðkoma var aðallega á þeim grunni.“ Fyrst Hannes nefnir þátttöku sína í sölunni á Íslenskri erfðagreiningu í desember í fyrra er ekki úr vegi að spyrja hann um fréttir þess efnis að hann hafi fengið 20 milljónir fyrir ráðgjöf við söluna. „Ég vil í sjálfu sér ekkert tjá mig um það – ég var að sinna þarna ákveðnu ráðgjafarhlutverki og hjálpaði til við tæknilegar útfærslur og annað. Var það ekki Mark Twain sem sagði að sögur af andláti hans hefðu verið stórlega ýktar? Ætli það sé ekki eins með þetta – sögur af einhverjum himinháum greiðslum til mín út af þessu eru stórlega ýktar.“Ekki með verri sögu en aðrir Hannes hlær þegar hann er spurður hvort viðskiptasaga hans gefi tilefni til þess að honum sé treyst til að stýra fyrirtæki af þessu tagi. „Já, já, ég held að hún gefi alveg tilefni til þess. Ég veit ekki til þess að ég hafi verri sögu en margir aðrir. Auðvitað var ég virkur þátttakandi í íslensku viðskiptalífi í mörg ár og áberandi sem slíkur. Klárlega var margt af því sem þar viðgekkst eitthvað sem menn mundu ekki endilega endurtaka, en engu að síður voru menn ósköp einfaldlega að vinna eftir þeim lögum og reglum sem giltu á þeim tíma og ég tel mig hafa haldið mig algjörlega innan þeirra marka, þannig að það er svo sem ekkert í því sem ætti að vera því til fyrirstöðu.“ Þótt Hannes segist ekki eiga verri sögu en aðrir er vert að geta þess að FL Group setti Íslandsmet í tapi árið 2007 undir stjórn Hannesar – tapaði 67,3 milljörðum. „Það sem byrjaði að gerast árið 2007 var gríðarlega hröð lækkun á eignum og vissulega skilaði það sér í tapi, en þetta er eðli viðskipta, þegar verð sveiflast þá hækkar virði eigna og lækkar. Það áttu sér stað gríðarlegar lækkanir og leiðréttingar á öllum eignum í heiminum og augljóslega tapast þá miklir fjármunir,“ segir Hannes og bætir við að persónulega hafi hann líklega tapað jafnmiklu eða meiru en flestir, bæði sem einstaklingur og í gegnum fyrirtæki sem hann tengdist. Hannes viðurkennir að menn hafi gengið of hratt um gleðinnar dyr í góðærinu og hefðu átt að vanda sig betur, hins vegar hafi Ísland bara lent á vegg á undan öðrum. „Ef við horfum á þá fjármuni sem þurfti að dæla inn í bankakerfi heimsins getum við séð að nánast hvert einasta bankakerfi var byrjað að riða til falls á þessum tíma,“ segir hann. Ísland hafi hins vegar verið eitt og afskipt í að takast á við vandann.Gerði ekkert rangtBraustu lög í viðskiptum þínum? „Það tel ég mig ekki hafa gert. Ég fylgdi öllum þeim lögum og reglum sem voru ríkjandi á þeim tíma sem ég átti í þessum viðskiptum. Hins vegar er þetta alltaf þannig að menn geta gert mistök, en mistök og lögbrot eru ekki sami hluturinn og það er lykilatriði.“ Engu að síður eru yfirvöld með mál tengd Hannesi til rannsóknar, til dæmis skattamál FL Group og grunsemdir um að FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum sem Fons Pálma Haraldssonar greiddi fyrir flugfélagið Sterling árið 2005. Millifærsla út úr FL Group í tengslum við það leiddi til þess að nokkrir stjórnarmenn félagsins og forstjórinn Ragnhildur Geirsdóttir hættu. Hannes segist ekki búast við því að nokkuð verði úr þessum málum. „Ég hef engar forsendur til að ætla það. Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið nein lög á einum eða neinum stað – þess vegna kæmi það mér á óvart. Ég hef ekki gert neitt rangt í þeim viðskiptum sem ég hef stundað, ég hef þvert á móti reynt að haga hlutunum þannig að sem flest sé uppi á borðinu.“ Hannes segist sýna því skilning að verkefnin sem sérstakur saksóknari og aðrir sem rannsaka bankahrunið standa frammi fyrir séu stór og tímafrek, og það er ekki að heyra á honum að hann sé reiður yfir því að sæta slíkri skoðun, ólíkt mörgum í hans sporum. „Það þjónar afskaplega litlum tilgangi að vera reiður yfir hlutum sem maður hefur ekkert um að segja. Ég get örugglega verið mjög reiður og sár á slæmum degi, en það hefur bara ekkert upp á sig. Það þarf að nálgast þessa hluti af æðruleysi og reyna að breyta þeim hlutum sem maður getur breytt og sætta sig við þá sem maður getur ekki breytt.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvort mögulegar ákærur í málum hans kunni að hafa áhrif á störf hans fyrir NextCode Health. „Það hefur ekkert verið rætt. Þetta er bara einkafyrirtæki í eigu erlendra aðila með starfsemi fyrir utan Ísland þannig að ég veit ekki hversu mikið menn eru að fókusera á það sem er að gerast uppi á Íslandi.“Allir brugðust traustiÞá er það klassíska spurningin: Skuldarðu íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni? „Eflaust geri ég það. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera framarlega í viðskiptalífinu og það getur enginn verið ánægður með það hvernig fór fyrir Íslandi, alveg sama hvernig þú snýrð hlutunum. Í því samhengi skulda ég þjóðinni auðvitað afsökunarbeiðni – sem og bara allir sem voru í viðskiptalífinu, stjórnmálum og reglugerðabatteríinu. Það fólk brást því trausti sem því hafði verið sýnt í sínum stöðum. Ef þú horfir hins vegar á mína sérstöku stöðu þá var ég farinn út úr viðskiptum töluvert áður en þessir atburðir áttu sér stað þannig að ég var ekki á þeim tíma í lykilstöðu til að hafa nein áhrif á gang mála, sem er miður.“ Hannes segir nefnilega að það hefði vel verið hægt að draga úr tjóninu á árinu 2008. Hann hafi í viðtali við Morgunblaðið í árslok 2007 sagt að framundan væru miklir endurskipulagningartímar fyrir skuldsett íslensk félög, en menn hafi hins vegar vonað að dýfan mundi jafna sig eins og árið 2006. „En svo gerðist það ekki. Þetta var kolvitlaus nálgun, í stað þess að reyna að hanga á eignum hefðu menn einfaldlega þurft að fara í skipulega eignasölu og ná efnahagsreikningnum niður. Þetta eru stóru mistökin sem áttu sér stað á Íslandi að mínu viti.“Ég er enginn eignamaður í dagHvað hefurðu verið að gera undanfarin fimm, sex ár? „Það er ekkert sérstakt sem hægt er að tiltaka. Ég hef sinnt hinum ýmsu ráðgjafarverkefnum og átt aðkomu að fjölmörgum viðskiptum úti um allan heim. Ég er svo heppinn að vera með mjög gott tengslanet utan Íslands, ég bjó í Bandaríkjunum í tíu ár og er búinn að stunda alþjóðaviðskipti frá því að ég var mjög ungur. Þannig að það hefur ekki verið neinn skortur á verkefnum.“ Hannes sagðist áðan hafa tapað meiru en flestir á hruninu. Er hann á flæðiskeri staddur? „Ég var með vinnu – það er fyrsta skrefið. Ég er enginn eignamaður í dag, ef þú ert að spyrja um það. Ég sé fyrir mér með þeim verkefnum sem ég tek að mér og er mjög sáttur við það. Og þetta er svo sem engin keppni um það hver tapar mestu – það tapa bara allir miklu. Þegar fór að halla undan fæti lagði ég hins vegar mikið á mig til að koma með verðmæti inn í þá banka sem ég átti mest viðskipti við, og á sama tíma og kerfið riðaði til falls þá var ég að borga peninga inn í bankana en ekki taka þá út. Það eru kannski ekki margir sem vita það.“Sérðu fyrir þér að koma aftur til Íslands? „Það er svo sem ekki í spilunum akkúrat núna. Það verður bara að koma í ljós. Ég horfi ekki mikið lengra en á þetta verkefni sem er komið upp núna. Ef það er eitthvað sem maður er búinn að læra þá er það að reyna ekki að spá langt fram í tímann.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira