Bundust samtökum um hagsmunagæslu Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 11:00 Lýður Guðmundsson og Sigurður Valtýsson. Sigurður Valtýsson, þáverandi forstjóri Exista og stjórnarmaður í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS), átti beinna og verulegra hagsmuna að gæta af því að VÍS mundi bjarga eignarhaldsfélagi svila hans. Sigurður var sjálfur stærsti kröfuhafi félagsins. Þetta kemur fram í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Sigurði og Lýði Guðmundssyni fyrir umboðssvik og brot á hlutafélagalögum frá því síðla árs 2008 og fram í október 2009 þegar þeir sátu í stjórn VÍS. Í fyrsta lagi er Lýður ákærður fyrir brot á hlutafélagalögum með því að veita Sigurði lán út úr VÍS, sem hæst stóð í 50 milljónum. Í 104. grein hlutafélagalaga er lagt bann við því að félag láni stjórnarmönnum sínum fé. Þá er Sigurður ákærður fyrir brot á sama ákvæði hlutafélagalaga, með því að veita Korki, félagi í helmingseigu Lýðs, ítrekað tugi milljóna. Skuld Korks við VÍS stóð hæst í um 140 milljónum króna. Skuldir bæði Sigurðar og Korks voru greiddar upp að fullu og saksóknari metur það greinilega svo að aldrei hafi myndast fjártjónshætta sem hefði kallað á ákæru fyrir umboðssvik.Dróst saman Þegar rannsókn á málefnum VÍS hófst hjá sérstökum saksóknara, eftir kæru frá Fjármálaeftirlitinu, var hún mjög víðfeðm, en málið dróst verulega saman í meðförum Ólafs Þórs Haukssonars og félaga.Að síðustu er Lýður hins vegar ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, farið út fyrir heimildir og stefnt fé VÍS í hættu þegar hann lét VÍS kaupa skuldabréf fyrir 24 milljónir af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, og annað 35 milljóna króna skuldabréf af félagi Kristjáns, Reykjanesbyggð ehf., og einnig þegar hann lét VÍS kaupa 40 prósenta hlut í Reykjanesbyggð ehf. á 150 milljónir. Af þessum viðskiptum við Kristján hafði Sigurður sem áður segir beina hagsmuni, sem stærsti kröfuhafi Reykjanesbyggðar. „Virðast ákærði Lýður og Sigurður Valtýsson, þá stjórnarmaður VÍS, hafa myndað með sér samtök um hagsmunagæslu þar sem hvor veitti öðrum af fé VÍS,“ segir í ákærunni. Þá segir að með öllu sé óljóst hvernig 150 milljóna kaupverðið á 40 prósenta hlutanum í Reykjanesbyggð hafi verið fundið út, meðal annars í ljósi þess að gerður hafi verið samningur um kauprétt VÍS að afgangi félagsins á 100 milljónir. „Sýnir það að engar viðskiptalegar forsendur lágu að baki kaupverðinu,“ segir í ákærunni. Í árslok 2011 hafði verðmæti þessa 40 prósenta hlutar VÍS verið fært niður í 75 þúsund krónur. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 30. október. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sigurður Valtýsson, þáverandi forstjóri Exista og stjórnarmaður í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS), átti beinna og verulegra hagsmuna að gæta af því að VÍS mundi bjarga eignarhaldsfélagi svila hans. Sigurður var sjálfur stærsti kröfuhafi félagsins. Þetta kemur fram í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Sigurði og Lýði Guðmundssyni fyrir umboðssvik og brot á hlutafélagalögum frá því síðla árs 2008 og fram í október 2009 þegar þeir sátu í stjórn VÍS. Í fyrsta lagi er Lýður ákærður fyrir brot á hlutafélagalögum með því að veita Sigurði lán út úr VÍS, sem hæst stóð í 50 milljónum. Í 104. grein hlutafélagalaga er lagt bann við því að félag láni stjórnarmönnum sínum fé. Þá er Sigurður ákærður fyrir brot á sama ákvæði hlutafélagalaga, með því að veita Korki, félagi í helmingseigu Lýðs, ítrekað tugi milljóna. Skuld Korks við VÍS stóð hæst í um 140 milljónum króna. Skuldir bæði Sigurðar og Korks voru greiddar upp að fullu og saksóknari metur það greinilega svo að aldrei hafi myndast fjártjónshætta sem hefði kallað á ákæru fyrir umboðssvik.Dróst saman Þegar rannsókn á málefnum VÍS hófst hjá sérstökum saksóknara, eftir kæru frá Fjármálaeftirlitinu, var hún mjög víðfeðm, en málið dróst verulega saman í meðförum Ólafs Þórs Haukssonars og félaga.Að síðustu er Lýður hins vegar ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, farið út fyrir heimildir og stefnt fé VÍS í hættu þegar hann lét VÍS kaupa skuldabréf fyrir 24 milljónir af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, og annað 35 milljóna króna skuldabréf af félagi Kristjáns, Reykjanesbyggð ehf., og einnig þegar hann lét VÍS kaupa 40 prósenta hlut í Reykjanesbyggð ehf. á 150 milljónir. Af þessum viðskiptum við Kristján hafði Sigurður sem áður segir beina hagsmuni, sem stærsti kröfuhafi Reykjanesbyggðar. „Virðast ákærði Lýður og Sigurður Valtýsson, þá stjórnarmaður VÍS, hafa myndað með sér samtök um hagsmunagæslu þar sem hvor veitti öðrum af fé VÍS,“ segir í ákærunni. Þá segir að með öllu sé óljóst hvernig 150 milljóna kaupverðið á 40 prósenta hlutanum í Reykjanesbyggð hafi verið fundið út, meðal annars í ljósi þess að gerður hafi verið samningur um kauprétt VÍS að afgangi félagsins á 100 milljónir. „Sýnir það að engar viðskiptalegar forsendur lágu að baki kaupverðinu,“ segir í ákærunni. Í árslok 2011 hafði verðmæti þessa 40 prósenta hlutar VÍS verið fært niður í 75 þúsund krónur. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 30. október.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira