Innlent

Skoða breytingar á meðlaginu

Verið er að skoða hvort eigi að breyta framkvæmd meðlagsgreiðslna í ljósi nýgengins úrskurðar.
Verið er að skoða hvort eigi að breyta framkvæmd meðlagsgreiðslna í ljósi nýgengins úrskurðar. Fréttablaðið/Vilhelm
Tryggingastofnun er nú að skoða hvort eigi að breyta framkvæmd meðlagsgreiðslna í ljósi nýs úrskurðar frá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar, í tilefni af frétt Stöðvar 2 frá síðasta laugardegi.

Í téðum úrskurði kemur fram að meginregla sem viðhöfð hefur verið við innheimtu meðlags með börnum, sem felur í sér að greitt sé með barni til loka þess mánaðar sem barn verður átján ára og þar með lögráða, standist ekki. Það er þrátt fyrir að greitt sé frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að umsókn og gögn berast, en samkvæmt því áttu greiðslur að jafnast út hjá viðkomandi „í flestum tilvikum“.

Málið sem um ræðir snerist um mann sem vildi láta reyna á hvort hægt væri að skikka sig til að greiða meðlag með barni sínu út mánuðinn sem það varð átján ára en ekki bara fram að afmælisdeginum.

Meðlagsgreiðslur eru 25.175 krónur á mánuði. og meðlagsgreiðendur á síðasta ári voru 12.292 talsins, þar af 637 konur, sem greiddu með 21.000 börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×