Spá því að álverð hækki á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 23. október 2013 07:00 Álverið í Straumsvík vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína úr 190 þúsund tonnum í 205 þúsund tonn. Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði í byrjun október um fjórtán prósentustig miðað við álverð í janúar á þessu ári. „Miklar álbirgðir og áframhaldandi umframframleiðsla áls gera það að verkum að ólíklegt er að álverð hækki á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ottó Þorvarðarson, hjá IFS-greiningu, en fyrirtækið birtir reglulega umfjöllin um ástandið á álmörkuðum. Í síðustu umfjöllun fyrirtækisins segir að umframframboð á áli hafi á fyrstu sjö mánuðum ársins verið 773 þúsund tonn, samanborið við 506 þúsund tonn árið 2012. Til samanburðar er samanlögð framleiðslugeta íslensku álveranna þriggja um 815 þúsund tonn. Seðlabanki Íslands og viðskiptablaðið Wall Street Journal birtu nýverið hvort sína spána um þróun álverðs. Þar er í báðum tilvikum því spáð að álverð eigi eftir að hækka á næsta ári. Wall Street Journal spáir einnig að eftirspurn eftir málminum eigi eftir að aukast. „Í síðustu spá CRU, sem er helsti greiningaraðilinn í áliðnaðinum, er spáð hóflegum verðhækkunum á áli á tímabilinu 2013 til 2017,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls – Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það kemur einnig fram í spá CRU að það verði umframeftirspurn eftir áli í heiminum, að Kína frátöldu, sem þýðir að álbirgðir munu minnka. Kína hefur ekki verið að flytja út til annarra landa sem neinu nemur og ekki er útlit fyrir að það sé að breytast. Hins vegar eru ýmsir þættir sem halda aftur af verðhækkunum og því er spurning hversu verulegar þessar hækkanir verða,“ segir Pétur. Lágt álverð hefur skiljanlega áhrif á rekstur íslensku álveranna. Tvö þeirra, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík og álver Norðuráls á Grundartanga, standa nú bæði í kostnaðarsömum fjárfestingarverkefnum. Álverið í Straumsvík vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína úr 190 þúsund tonnum í 205 þúsund tonn. Norðurál hóf nýverið fimm ára fjárfestingarverkefni þar sem markmiðið er meðal annars að auka framleiðslugetu álversins um allt að fimmtíu þúsund tonn af áli á ári. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku segir að heildarkostnaður við verkefnið verði á annan tug milljarða íslenskra króna. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði í byrjun október um fjórtán prósentustig miðað við álverð í janúar á þessu ári. „Miklar álbirgðir og áframhaldandi umframframleiðsla áls gera það að verkum að ólíklegt er að álverð hækki á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ottó Þorvarðarson, hjá IFS-greiningu, en fyrirtækið birtir reglulega umfjöllin um ástandið á álmörkuðum. Í síðustu umfjöllun fyrirtækisins segir að umframframboð á áli hafi á fyrstu sjö mánuðum ársins verið 773 þúsund tonn, samanborið við 506 þúsund tonn árið 2012. Til samanburðar er samanlögð framleiðslugeta íslensku álveranna þriggja um 815 þúsund tonn. Seðlabanki Íslands og viðskiptablaðið Wall Street Journal birtu nýverið hvort sína spána um þróun álverðs. Þar er í báðum tilvikum því spáð að álverð eigi eftir að hækka á næsta ári. Wall Street Journal spáir einnig að eftirspurn eftir málminum eigi eftir að aukast. „Í síðustu spá CRU, sem er helsti greiningaraðilinn í áliðnaðinum, er spáð hóflegum verðhækkunum á áli á tímabilinu 2013 til 2017,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls – Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það kemur einnig fram í spá CRU að það verði umframeftirspurn eftir áli í heiminum, að Kína frátöldu, sem þýðir að álbirgðir munu minnka. Kína hefur ekki verið að flytja út til annarra landa sem neinu nemur og ekki er útlit fyrir að það sé að breytast. Hins vegar eru ýmsir þættir sem halda aftur af verðhækkunum og því er spurning hversu verulegar þessar hækkanir verða,“ segir Pétur. Lágt álverð hefur skiljanlega áhrif á rekstur íslensku álveranna. Tvö þeirra, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík og álver Norðuráls á Grundartanga, standa nú bæði í kostnaðarsömum fjárfestingarverkefnum. Álverið í Straumsvík vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína úr 190 þúsund tonnum í 205 þúsund tonn. Norðurál hóf nýverið fimm ára fjárfestingarverkefni þar sem markmiðið er meðal annars að auka framleiðslugetu álversins um allt að fimmtíu þúsund tonn af áli á ári. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku segir að heildarkostnaður við verkefnið verði á annan tug milljarða íslenskra króna.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira