Lífið

Skilinn eftir fimm ára hjónaband

Rapparinn Timbaland skilur við eiginkonu sína til fimm ára, Monique Mosley.
Rapparinn Timbaland skilur við eiginkonu sína til fimm ára, Monique Mosley. Nordicphotos/getty
Rapparinn og upptökustjórinn Timbaland og eiginkona hans til fimm ára, Monique Mosley, ætla að skilja. Vefsíðan Gossipcop sagði frá þessu.

Mosley sótti um skilnaðinn og fer fram á að rapparinn greiði meðlag með dóttur þeirra og tíu ára syni hennar frá fyrra sambandi. Parið hefur verið saman í tíu ár og gift í fimm.

Timbaland er hvað þekktastur fyrir störf sín sem upptökustjóri og hefur hann meðal annars unnið náið með Missy Elliot, Aaliyah, Nelly Furtado, Jay-Z, LL Cool J og Ludacris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.