Lífið

Kvenfélagið býr til brjóstapúða

Marín Manda skrifar
Kvenfélagið skipa Karólína Finnbjörnsdóttir lögfræðingur, Aðalheiður Sigfúsdóttir klæðskeri og Heiðdís Helgadóttir.
Kvenfélagið skipa Karólína Finnbjörnsdóttir lögfræðingur, Aðalheiður Sigfúsdóttir klæðskeri og Heiðdís Helgadóttir. fréttablaðið/gva
Heiðdís Helgadóttir og Aðalheiður Sigfúsdóttir hafa hannað púða til styrktar krabbameinsfélagi Íslands.

„Bæði móðir Aðalheiðar og litla systir mín fengu krabbamein svo okkur langaði að gera eitthvað til að vekja athygli á krabbameinsátakinu og útkoman varð púðinn sem kallast Brjóstapúðinn,“ segir Heiðdís Helgadóttir, sem er teiknari og hefur lokið BA-námi í arkitektúr. Heiðdís hefur haft í nógu að snúast en hún gengur undir nafninu Heiddddddinstagram á Facebook og teiknar skemmtilegar uglumyndir sem hafa notið mikilla vinsælda.

Myndir/Thelma Gunnarsdóttir
„Saumaklúbburinn minn, sem kallar sig Kvenfélagið, ákvað að vinna þetta verkefni í sameiningu en nú þegar er búið að panta sjötíu púða,“ útskýrir hún. Heiðdís segir þær stöllur vera ánægðar með söluna og að þær stefni á að selja sem flesta púða á næstunni. 

„Púðar eru heilnæmir og það er hægt að faðma þá, kúra í þá og gráta í þá. Púðinn er táknrænn á svo margan hátt en hann getur jafnvel fyllt stað einhvers í sófanum sem er fallinn frá,“ útskýrir Heiðdís. 

Hugmyndin er sú að púðinn eigi að vera góð áminning um að hugsa til þeirra sem eru að berjast við krabbamein. Munstrið er unnið út frá fjölda mjólkurkirtla sem mynda brjóstver sem fölbleik slaufan fléttast inn í, en saman myndar þetta eina fallega heild. Púðinn kostar tíu þúsund en fjögur þúsund krónur renna til Krabbameinsfélags Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.