Viðskipti innlent

Byggðastofnun býður óverðtryggð lán

Haraldur Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar Byggðastofnunnar eru á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Byggðastofnunnar eru á Sauðárkróki. Fréttablaðið/Pjetur
Byggðastofnun tilkynnti í gær að stofnunin ætlaði að bjóða viðskiptavinum sínum upp á óverðtryggð lán. Vextir á lánunum verða með 3,5 prósenta álagi ofan á millibankavexti (REIBOR).

„Við höfum eingöngu veitt verðtryggð lán frá árinu 2008 og fyrir þann tíma vorum við með erlend lán. Þessi ákvörðun eykur því vöruúrvalið hjá okkur,“ segir Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.

Spurð hvort óverðtryggðu lánin komi til með að draga úr kostnaði hjá lántakendum segir Elín að lánunum fylgi hærri greiðslubyrði til að byrja með en að þau henti betur í lægri fjárhæðir og í styttri lánstíma.

„Með þessu erum við ekki að fara í samkeppni við bankana. En bankarnir hafa veitt þessi lán og þetta er leið til að verða við óskum okkar viðskiptavina á landsbyggðinni,“ segir Elín. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×