Viðskipti innlent

Var á ársfundi AGS um helgina

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat ársfund og fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fundirnir hófust á föstudag og lauk svo í gær.

Már er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Auk þess átti seðlabankastjóri fundi með öðrum seðlabönkum, alþjóðlegum fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og stjórnendum og starfsfólki AGS,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. „Þá sótti seðlabankastjóri fund stýrinefndar sem hann á sæti í um alþjóðlegar reglur um fjármagnshreyfingar og skipulagt skuldauppgjör.“

Seðlabankin greinir frá því að í ályktun fjárhagsnefndar AGS komi fram að hagvöxtur á heimsvísu hafi verið að aukast á ný. „Þrátt fyrir það er hagvöxtur hægur og ýmsir áhættuþættir eru enn til staðar,“ segir í tilkynningu bankans.

Þá eru sagðar vísbendingar um að efnahagur þróaðra ríkja sé að taka við sér en á sama tíma hafi hægt á vexti í mörgum nýmarkaðsríkjum. „Hagvöxtur í þróunarríkjum hefur hins vegar verið stöðugur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×