Lífið

Vekja athygli á barnsmissi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Steinunn Björg Gunnarsdóttir skipuleggur styrktartónleika ásamt Englamömmum, stuðningshóp handa þeim er misst hafa barn.
Steinunn Björg Gunnarsdóttir skipuleggur styrktartónleika ásamt Englamömmum, stuðningshóp handa þeim er misst hafa barn.
„Þetta er í annað sinn sem við vekjum athygli á þessu málefni en í fyrra var eingöngu haldin bænastund. Nú verður hins vegar meira um að vera og við reynum að hafa andrúmsloftið örlítið léttara,“ segir Steinunn Björg Gunnarsdóttir, meðlimur í hóp sem stendur fyrir góðgerðartónleikum til styrktar bættri aðstöðu á sjúkrahúsinu og í kapellunni á Akranesi fyrir þá sem hafa misst börnin sín.

Hópurinn nefnir sig Englamömmur og er stuðningshópur. „Við erum nokkrar mömmur saman í hóp sem eigum þá hræðilegu reynslu sameiginlega að hafa misst börn,“ segir Steinunn Björg um hópinn sem kallar sig Englamömmur.

Tónleikarnir fara fram í Tónlistarskóla Akraness í kvöld klukkan 20. Hljómsveitin Ylja er á meðal þeirra listamanna sem fram koma á tónleikunum.

„Salurinn er ekkert svo stór þannig að þeir sem ekki komast fyrir eða hreinlega komast ekki á tónleikana en vilja samt styrkja málefnið geta lagt frjáls fjárframlög inn á reikninginn 552-14-401811 og kennitala er 110371-3309.

Einnig ætlum við að selja kertaklemmur sem ein Englamamman hannaði,“ segir Steinunn Björg að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.