Tannburstaprófið Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 9. október 2013 06:00 Stundum velti ég því fyrir mér hvernig ólíkindafólk kemst í alls konar mikilvæg störf. Stöður sem krefjast hugsjóna, samkenndar og réttsýni. Þegar ég var níu ára langaði mig ofsalega mikið í hund. Ég suðaði lengi vel þar til pabbi minn loksins samþykkti. Með einu skilyrði. Ég yrði að standast tannburstaprófið. Tannburstaprófið var ekki bragðgóða rauða pillan sem tannlæknirinn gaf manni til að tyggja eftir burstun, brosa svo og sýna fram á að tennurnar hefðu verið rækilega burstaðar. Nei, tannburstaprófið fór þannig fram að ég átti að binda tannbursta í band og ganga með hann um hverfið þrisvar sinnum á dag í tvo mánuði. Þannig átti ég að sýna fram á eljusemi og staðfestu mína sem hundaeigandi. Það sér hver heilvita maður að tannburstaprófið var langt frá því að vera sanngjarnt. Að ganga um hverfið, hauspokalaus að degi til, með tannbursta í eftirdragi er ekki sambærilegt því að teyma sætan hvolp um bæinn. Bara alls ekki. Uppgjöf var því eina lausnin og ég fékk páfagauk í tíu ára afmælisgjöf. Hann var ágætur. Það líður samt ekki sú vika að ég hugsi ekki til tannburstaprófsins. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst hefði ég bara tekið þessari eggjun, hvernig svipurinn á pabba hefði verið þegar dóttir hans stæði sigursæl með grútskítugan tannbursta eftir tveggja mánaða þolraun. Þess má geta að þetta þurfti ekki að vera minn eigin tannbursti. Ég hefði náttúrlega átt að velja hans tannbursta. Eftir á að hyggja eru leiðirnar óteljandi sem ég hefði getað farið til að snúa vörn í sókn. Pabbi vissi auðvitað að ég myndi aldrei taka áskoruninni, enda langaði hann alls ekki í hund. En þrátt fyrir það og þótt tannburstaprófið hafi verið ósanngjarnt og asnalegt, að mati níu ára dóttur hans, fékk hún val. Pabbi er sanngjarn maður sem stendur við orð sín og því er ég fullviss um að hefði ég staðist þetta fáránlega próf hefði hvolpur flutt inn á heimilið. Eflaust mætti innleiða tannburstaprófið á fleiri vígvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig ólíkindafólk kemst í alls konar mikilvæg störf. Stöður sem krefjast hugsjóna, samkenndar og réttsýni. Þegar ég var níu ára langaði mig ofsalega mikið í hund. Ég suðaði lengi vel þar til pabbi minn loksins samþykkti. Með einu skilyrði. Ég yrði að standast tannburstaprófið. Tannburstaprófið var ekki bragðgóða rauða pillan sem tannlæknirinn gaf manni til að tyggja eftir burstun, brosa svo og sýna fram á að tennurnar hefðu verið rækilega burstaðar. Nei, tannburstaprófið fór þannig fram að ég átti að binda tannbursta í band og ganga með hann um hverfið þrisvar sinnum á dag í tvo mánuði. Þannig átti ég að sýna fram á eljusemi og staðfestu mína sem hundaeigandi. Það sér hver heilvita maður að tannburstaprófið var langt frá því að vera sanngjarnt. Að ganga um hverfið, hauspokalaus að degi til, með tannbursta í eftirdragi er ekki sambærilegt því að teyma sætan hvolp um bæinn. Bara alls ekki. Uppgjöf var því eina lausnin og ég fékk páfagauk í tíu ára afmælisgjöf. Hann var ágætur. Það líður samt ekki sú vika að ég hugsi ekki til tannburstaprófsins. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst hefði ég bara tekið þessari eggjun, hvernig svipurinn á pabba hefði verið þegar dóttir hans stæði sigursæl með grútskítugan tannbursta eftir tveggja mánaða þolraun. Þess má geta að þetta þurfti ekki að vera minn eigin tannbursti. Ég hefði náttúrlega átt að velja hans tannbursta. Eftir á að hyggja eru leiðirnar óteljandi sem ég hefði getað farið til að snúa vörn í sókn. Pabbi vissi auðvitað að ég myndi aldrei taka áskoruninni, enda langaði hann alls ekki í hund. En þrátt fyrir það og þótt tannburstaprófið hafi verið ósanngjarnt og asnalegt, að mati níu ára dóttur hans, fékk hún val. Pabbi er sanngjarn maður sem stendur við orð sín og því er ég fullviss um að hefði ég staðist þetta fáránlega próf hefði hvolpur flutt inn á heimilið. Eflaust mætti innleiða tannburstaprófið á fleiri vígvelli.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun