Viðskipti innlent

Eign sjóða jókst um 0,06 prósent

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í ágústlok nam hrein eign í séreignalífeyrissparnaði 253,5 milljörðum króna.
Í ágústlok nam hrein eign í séreignalífeyrissparnaði 253,5 milljörðum króna. Fréttablaðið/Stefán
Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.541,7 milljörðum króna í lok ágúst og hafði aukist um 1,7 milljarða frá júlílokum, eða um 0,06 prósent.

Í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands kemur fram að hrein eign samtryggingadeilda hafi numið 2.288,2 milljörðum og hefði lækkað um 0,39 milljarða.

„Eign séreignadeilda hafði hins vegar aukist um 0,6 prósent og nam 253,5 milljörðum króna.“

Innlend verðbréfaeign lækkaði um 4,5 milljaðra milli mánaða, aðallega vegna lækkunar íbúðabréfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×