Viðskipti innlent

Þróunin hefur verið slakari í Kauphöllinni hér

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands Fréttablaðið/GVA
Síðsta hálfa árið hefur íslenskur hlutabréfamarkaður lítið hækkað í samanburði við nágrannamarkaði. „Það á raunar líka við ef horft er til 90 daga,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka.

„Síðustu 30 daga hefur aftur íslenski markaðurinn lækkað lítillega en á því tímabili lækkaði Noregur (OBX) einn Skandinavísku markaðanna,“ er bent á í umfjölluninni, en að auki varð lækkun á brestku FTSE vísitölunni.

Árangur íslensku kauphallarvísitalnanna sem greiningardeildin fylgist mer er sögð mun verri á öllum tímabilum sem fylgst sé með, nema á því lengsta, sem nær yfir 360 daga.

„Það er þó ekki alveg þannig að enginn hafi haft vel upp úr hlutabréfafjárfestingum. Það hefur þó krafist þess að menn veðji á réttan hest,“ segir í umfjöllun Greiningar. Bent er á að gengi félaga í Kauphöllinni hafi þróast með misjöfnum hætti.

„Það sem hvað helst hefur haldið aftur að vísitölunni er gengisþróun Eimskips og Marels en saman hafa félögin um 30 prósent af markaðsvirði íslensku félaganna en markaðsvirðið ræður áhrifum verðbreytingu þeirra á vísitöluna í heild sinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×