María Krista með LKL námskeið í Salt Eldhúsinu Marín Manda skrifar 27. september 2013 11:15 María Krista Hreiðarsdóttir aðhyllist LKL-lífsstílinn og vonast nú til að geta aðstoðað aðra með námskeiðinu. Matgæðingurinn og grafíski hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir heldur námskeið í Salt Eldhúsinu. Þetta er búið að spinnast mikið út frá blogginu mínu, en ég byrjaði að pósta myndum af matnum mínum því ég var sjálf í átaki. Það varð til þess að fólk tók eftir þessu og ég hef fengið þó nokkrar fyrirspurnir síðan,“ segir María Krista sem nú heldur lágkolvetna matreiðslunámskeið í Salti eldhúsi. „Auður sem rekur Salt eldhús hafði samband því hún sá að fólk var að sækjast eftir leiðbeiningum með þessum lágkolvetna hráefnum sem geta stundum verið svolítið flókin. Við hönnuðum svo námskeið saman en fólk lærir heila fjórtán rétti á námskeiðinu, bæði veislurétti og bakstur.“LKL fæði þarf ekki að vera erfitt að útbúa.María Krista segist hafa byrjað að sanka að sér glútenfríum og sykurlausum uppskriftum þegar tvö af þremur börnum hennar greindust með glútenofnæmi. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að breyta mataræðinu enda þótti líklegt að foreldrarnir væri einnig viðkvæmir fyrir glúteni. Nýja fæðinu tók María Krista fagnandi en hún var sjálf í átaki með nýjum og betri lífsstíl. „Þegar strákurinn minn fæddist var ég orðin 100 kílóa kerling, í Crocs-skóm og flíspeysu. Ég ákvað loksins að taka mig á og léttist um 30 kíló á danska kúrnum á einungis sjö mánuðum. Í dag reyni ég að halda fæðinu hveitilausu, án glútens og sykurlausu.“ María Krista er menntuð sem grafískur hönnuður og hefur nóg fyrir stafni en hún rekur kristadesign.is og selur vörur sínar meðal annars í blómabúðir, Epal, Hrím og Volcano. „Það er svo gaman að geta samnýtt áhugann á góðum uppskriftum og vinnuna mína og því ákvað ég að útbúa fallega og pena uppskriftastanda sem innihalda uppskriftir sem hægt er að kaupa og jafnvel gefa í gjafir.“ Næstu námskeið í Salt eldhúsi eru dagana 12. og 19. október en skráning fer fram á info@salteldhus.is. SnickersbitarSnickers-bitar 20 gr. kókosflögur 80 gr. hýðislausar möndlur 80 gr. pekanhnetur 20 gr. sesammjöl Funksjonell ½ dl kókosolía ½ dl hnetusmjör 1 tsk. Bourbon vanilluduft eða vanilludropar ¼ tsk. sjávarsalt 3 msk. Sukrin Melis 10 dropar Via Health Stevíudropar Ristið á pönnu kókosflögur, möndlur og pekanhnetur þar til gylltar, þarf ekki langan tíma. Blandið saman í skál, kókosolíu og hnetusmjöri og bræðið í örbylgjuofni, má líka nota skaftpott og hita á hellu. Blandið vel saman og bætið við sukrin, vanilludufti, salti og stevíu. Setjið volgar hneturnar í matvinnsluvél í stutta stund þar til allt er grófmalað, bætið svo við sesammjölinu og maukið áfram. Að lokum fer kókosolíublandan út í og aftur maukað þar til áferðin er eins og gróft hnetusmjör. Setjið „deigið“ í þunnan bakka með smjörpappír og þrýstið út í hliðarnar. Frystið í 20 mín. og búið til súkkulaði á meðan.Gómsætir snickersbitarSúkkulaðikrem 35 gr. af 85% súkkulaði 2 msk. ósaltað smjör eða 2 msk. kókosolía 1 msk. Sukrin Melis 5 dropar vanillustevía Via Health 1 tsk. rjómi Hitið þetta saman í potti eða örbylgju og hrærið vel í til að allt leysist vel upp. Takið hnetustykkið úr frysti og hellið súkkulaðinu hratt og örugglega yfir. Dreifið úr og kælið aftur í 20 mín. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Matgæðingurinn og grafíski hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir heldur námskeið í Salt Eldhúsinu. Þetta er búið að spinnast mikið út frá blogginu mínu, en ég byrjaði að pósta myndum af matnum mínum því ég var sjálf í átaki. Það varð til þess að fólk tók eftir þessu og ég hef fengið þó nokkrar fyrirspurnir síðan,“ segir María Krista sem nú heldur lágkolvetna matreiðslunámskeið í Salti eldhúsi. „Auður sem rekur Salt eldhús hafði samband því hún sá að fólk var að sækjast eftir leiðbeiningum með þessum lágkolvetna hráefnum sem geta stundum verið svolítið flókin. Við hönnuðum svo námskeið saman en fólk lærir heila fjórtán rétti á námskeiðinu, bæði veislurétti og bakstur.“LKL fæði þarf ekki að vera erfitt að útbúa.María Krista segist hafa byrjað að sanka að sér glútenfríum og sykurlausum uppskriftum þegar tvö af þremur börnum hennar greindust með glútenofnæmi. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að breyta mataræðinu enda þótti líklegt að foreldrarnir væri einnig viðkvæmir fyrir glúteni. Nýja fæðinu tók María Krista fagnandi en hún var sjálf í átaki með nýjum og betri lífsstíl. „Þegar strákurinn minn fæddist var ég orðin 100 kílóa kerling, í Crocs-skóm og flíspeysu. Ég ákvað loksins að taka mig á og léttist um 30 kíló á danska kúrnum á einungis sjö mánuðum. Í dag reyni ég að halda fæðinu hveitilausu, án glútens og sykurlausu.“ María Krista er menntuð sem grafískur hönnuður og hefur nóg fyrir stafni en hún rekur kristadesign.is og selur vörur sínar meðal annars í blómabúðir, Epal, Hrím og Volcano. „Það er svo gaman að geta samnýtt áhugann á góðum uppskriftum og vinnuna mína og því ákvað ég að útbúa fallega og pena uppskriftastanda sem innihalda uppskriftir sem hægt er að kaupa og jafnvel gefa í gjafir.“ Næstu námskeið í Salt eldhúsi eru dagana 12. og 19. október en skráning fer fram á info@salteldhus.is. SnickersbitarSnickers-bitar 20 gr. kókosflögur 80 gr. hýðislausar möndlur 80 gr. pekanhnetur 20 gr. sesammjöl Funksjonell ½ dl kókosolía ½ dl hnetusmjör 1 tsk. Bourbon vanilluduft eða vanilludropar ¼ tsk. sjávarsalt 3 msk. Sukrin Melis 10 dropar Via Health Stevíudropar Ristið á pönnu kókosflögur, möndlur og pekanhnetur þar til gylltar, þarf ekki langan tíma. Blandið saman í skál, kókosolíu og hnetusmjöri og bræðið í örbylgjuofni, má líka nota skaftpott og hita á hellu. Blandið vel saman og bætið við sukrin, vanilludufti, salti og stevíu. Setjið volgar hneturnar í matvinnsluvél í stutta stund þar til allt er grófmalað, bætið svo við sesammjölinu og maukið áfram. Að lokum fer kókosolíublandan út í og aftur maukað þar til áferðin er eins og gróft hnetusmjör. Setjið „deigið“ í þunnan bakka með smjörpappír og þrýstið út í hliðarnar. Frystið í 20 mín. og búið til súkkulaði á meðan.Gómsætir snickersbitarSúkkulaðikrem 35 gr. af 85% súkkulaði 2 msk. ósaltað smjör eða 2 msk. kókosolía 1 msk. Sukrin Melis 5 dropar vanillustevía Via Health 1 tsk. rjómi Hitið þetta saman í potti eða örbylgju og hrærið vel í til að allt leysist vel upp. Takið hnetustykkið úr frysti og hellið súkkulaðinu hratt og örugglega yfir. Dreifið úr og kælið aftur í 20 mín.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira