Viðskipti innlent

Afkoma Haga fram úr vonum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá skráningu Haga í Kauphöllina undir árslok 2011. Finnur Árnason forstóri Haga og Páll Harðarsson forstjóri Kauphallarinnar takast í hendur.
Frá skráningu Haga í Kauphöllina undir árslok 2011. Finnur Árnason forstóri Haga og Páll Harðarsson forstjóri Kauphallarinnar takast í hendur. Fréttablaðið/GVA
Hagnaður Haga eftir skatta fyrir tímabilið mars til ágúst 2013 rúmlega 1,9 milljarðar króna, samkvæmt drögum að hálfsársuppgjöri.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar að stjórn Haga hafi farið yfir drögin á fundi í dag.

Afkoman er sögð betri en á sama tímabili í fyrra og umfram áætlanir félagsins. Birta á sex mánaða uppgjör Haga 24. október næstkomandi.

„Framlegðarhlutfall, það er álagning félagsins, er óbreytt á milli ára, en ástæður betri afkomu er veltuaukning, lægra kostnaðarhlutfall, lægri afskriftir og lægri fjármagnsgjöld,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×