Óvíst um uppskeru í óvissuástandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. september 2013 14:01 Guðmundur J. Oddsson frá Logos, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka, og Catherine Ford, ráðstefnustjóri Mergermarket, velta fyrir sér fjárfestingarumhverfi á Íslandi. Mynd/Mergermarket „Ráðstefna eins og þessi er tímabær. Tími er kominn til þess að tala um framtíðina líka, ekki bara hvað við getum lært af hruninu,“ sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, í spjalli við blaðamann við upphaf ráðstefnunnar Iceland Investment Forum 2013, sem fram fór á Waldorf Hilton hótelinu í miðborg Lundúna síðastliðinn fimmtudag. Ráðstefnan var í umsjá Mergermarket Group með þátttöku Arion banka, Íslandsstofu, Carbon Recycling og lögfræðistofunnar Logos. Umfjöllunarefnið var fjárfestingar- og efnahagsumhverfið á Íslandi í dag og tilgangurinn að kynna erlendum fjárfestum landið sem fjárfestingarkost. Hér hefur erlend fjárfesting verið í sögulegu lágmarki frá hruni, enda landið í viðjum gjaldeyrishafta og sér ekki enn fyrir endann á óvissuþáttum í efnahagslífinu.Í hádegishléi Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, var með erindi á ráðstefnu Mergermarket. Hann ræðir hér við Þorstein Pálsson, stjórnarformann MP banka.Fréttablaðið/ÓKÁÁnægja með mætinguna Skipuleggjendur ráðstefnunnar virtust ánægðir með þátttökuna, en á staðinn komu um 150 af þeim ríflega 170 sem skráðir voru til leiks. Þar af var reyndar um helmingurinn Íslendingar. Erlendu gestirnir skiptust svo í nokkra hópa. Þar mátti sjá fulltrúa erlendra fjölmiðla, fulltrúa fjármálastofnana og fyrirtækja sem þegar eiga fjármuni fasta í landinu og hafa af þeim sökum áhuga á framvindu mála á Íslandi og svo einhverja fjárfesta. Mögulega hafa gestirnir sem raunverulegan áhuga höfðu á íslensku fjárfestingarumhverfi náð eitthvað á annan tuginn. Af spjalli við fulltrúa íslensks viðskiptalífs á staðnum mátti ráða að það þætti bara nokkuð gott. Dæmi væru um að blásið hefði verið til viðlíka kynninga áður án þess að nokkur sýndi því raunverulegan áhuga. Í ljósi þessa er skiljanlegur spenningur sem greina mátti meðal íslenskra gesta um hvernig til tækist. Í ráðstefnulok virtust menn anda léttar. Þá var talinn hliðarávinningur í kynningunni og umræðunni sem viðburðurinn gat af sér. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur á ráðstefnunni og frummælandi. Gestir fylgdust náttúrulega grannt með ræðu hans en til viðbótar var hann svo bókaður í um 20 viðtöl í erlendum miðlum í tengslum við viðburðinn. Skilaboð stjórnvalda náðu því vel út fyrir veggi ráðstefnunnar.Bjartur tónn í framsögum Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, var líka vongóður um góðan árangur í upphafi ráðstefnunnar. „Núna er einmitt rétti tíminn til að keyra þetta í gang,“ sagði hann og bætti við að opna þyrfti augu fjárfesta fyrir því að efnahagslífið væri að taka við sér og möguleikar að opnast á Íslandi. „Og frábært að fá forsætisráðherrann til að koma og færa fjárfestum þessi skilaboð – vonandi,“ sagði Þórður glettinn skömmu áður en Sigmundur Davíð átti að stíga í pontu og gestir voru enn að tínast í hús. Þótt tónninn væri bjartur í framsögum margra frummælenda á Iceland Investment Forum, svo sem hjá forsætisráðherra, er ljóst að óvissuþættir sem fæla frá erlenda fjárfesta eru enn til staðar. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að þótt gjaldeyrishöft eigi ekki að ná til nýfjárfestinga á Íslandi virðist þau skilaboð ekki ná alla leið. Þannig ráðleggi lögfræðideild stórs norræns banka fjárfestum alfarið frá fjárfestingu á Íslandi á meðan höft séu við lýði.Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka, og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Seðlabankans, fóru yfir stöðuna við upphaf ráðstefnunnar á Waldorf Hilton hótelinu.Fréttablaðið/ÓKÁKálið er ekki sopið Afnám gjaldeyrishafta sagði Ásdís Kristjánsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Arion banka, í erindi sínu „Timburmenn fjármálakreppunnar“, að væri stærsta verkefnið sem fram undan væri í íslensku efnahagslífi. „Efnahagslífið er á hægum, en um leið brothættum, batavegi,“ sagði hún. Eftir því sem lengra liði yrði æ flóknara að losa landið úr viðjum haftanna. Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabanka Íslands, sagði líka að þar á bæ hlökkuðu menn til þess að sjá fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um næstu mánaðamót. Frumvarpið væri eitt af þeim mikilvægustu sem lögð yrðu fram. „Eigi markmið að nást um að aflétta gjaldeyrishöftum er agi í ríkisfjármálum lykilatriði,“ sagði Sturla. Líklegt má því teljast að útlendingar sem hug hafa á að láta reyna á tækifæri tengd fjárfestingum á Íslandi hinkri eftir næstu fréttum af framgöngu efnahagslífsins áður en tekið er stökkið inn fyrir múra gjaldeyrishaftanna.Segir landið komið á beinu brautina Skilaboðin frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í framsögu hans voru á þá leið að Ísland væri að komast á beinu brautina með auknum stöðugleika eftir umrótaskeið. Komin væri til valda ríkisstjórn sem legði áherslu á að ýta undir fjárfestingu og vöxt. „Ég tel landið á ákveðnum tímamótum. Í síðustu kosningum fengu þeir tveir flokkar ríflegan meirihluta sem deila sýn á það hvernig ýta eigi undir fjárfestingu á Íslandi og laða að fjárfestingu. Samstarf þessara mið- og hægri flokka hefur langa sögu í íslenskum stjórnmálum og hefur gott orðspor við að auka hagvöxt, draga úr opinberri skuldsetningu og halda í reiðu fjármálum ríkisins.“ Um leið var Sigmundur með mjög ákveðin skilaboð til fjárfesta um að íslenska krónan væri sá gjaldmiðill sem ráðandi yrði í viðskiptum á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð. „Ríkisstjórnin hefur trú á íslensku krónunni og er staðföst í að viðhafa heilbrigða stjórn efnahagsmála sem styður við grundvöll hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. „Ég er líka viss um að íslenska krónan á eftir að endurheimta fyrri styrk,“ bætti hann við. Eins áréttaði Sigmundur Davíð að ríkisstjórnin héldi áfram vinnu við afnám gjaldeyrishaftanna sem komið hafi verið á með neyðarlögunum 2008. „Þótt höft hafi verið nauðsynleg á sínum tíma eru áhrifin til lengri tíma skaðleg. Þau brengla eignaverð, koma óorði á gjaldmiðilinn, torvelda fjárfestingu og draga úr samkeppnishæfni okkar.“ Um leið sagði forsætisráðherra þó mikilvægt að hafa í huga að gjaldeyrishöftin næðu ekki til nýfjárfestinga á Íslandi.Áður er ráðstefnan hófst í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag gaf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sér tíma til að spjalla við gesti ráðstefnunnar. Dagskrá hans fram eftir degi var svo þétt skipuð viðtölum við erlenda fréttamiðla.Mynd/MergermarketForsætisráðherra sagði stjórnina líka leggja ríka áherslu á gott samstarf við Evrópu þótt hlé hefði verið gert á aðildarviðræðum við ESB. „Ríkisstjórnin leggur líka áherslu á bætt samskipti við Bandaríkin,“ sagði hann, auk þess sem áhersla væri lögð á tvíhliða fríverslunarsamninga við önnur ríki, svo sem samninginn við Kína sem lagður verður fyrir Alþingi í næsta mánuði. Sigmundur Davíð byrjaði ræðu sína á dálítið þungum nótum með því að fara yfir þau verkefni sem fram undan væru. Skuldaleiðrétting á næsta leiti væri hluti af heildrænni nálgun ríkisstjórnarinnar á að rétta við efnahagslífið. Fjárhagur fjölskyldnanna væri undirstaða heilbrigðs efnahagslífs og skuldavandavinnan væri vel á veg komin. Hann endaði hins vegar ræðu sína á léttu nótunum og sagði ljóst að framtíðin væri björt á Íslandi. Hér væru undirstöður góðar, vinnumarkaður sveigjanlegur, náttúruauðlindir ríkulegar og landgæði slík að sífellt löðuðu fleiri ferðamenn til landsins. „Helstu skilaboð mín til ykkar í dag eru eftirfarandi: Ríkisstjórn mín áttar sig á því að öflugt viðskiptalíf og iðnaður eru undirstaða vaxtar og velferðar,“ sagði Sigmundur Davíð og kvað stjórnvöld vilja vinna að viðskiptaumhverfi sem væri hagfellt þörfum fjárfesta. „Takk aftur fyrir að bjóða mér á Iceland Investment Forum. Vonandi sé ég ykkur og peningana ykkar á Íslandi,“ gantaðist forsætisráðherra að lokum og fékk ágætar viðtökur við brandaranum, hlátur og lófaklapp. Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
„Ráðstefna eins og þessi er tímabær. Tími er kominn til þess að tala um framtíðina líka, ekki bara hvað við getum lært af hruninu,“ sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, í spjalli við blaðamann við upphaf ráðstefnunnar Iceland Investment Forum 2013, sem fram fór á Waldorf Hilton hótelinu í miðborg Lundúna síðastliðinn fimmtudag. Ráðstefnan var í umsjá Mergermarket Group með þátttöku Arion banka, Íslandsstofu, Carbon Recycling og lögfræðistofunnar Logos. Umfjöllunarefnið var fjárfestingar- og efnahagsumhverfið á Íslandi í dag og tilgangurinn að kynna erlendum fjárfestum landið sem fjárfestingarkost. Hér hefur erlend fjárfesting verið í sögulegu lágmarki frá hruni, enda landið í viðjum gjaldeyrishafta og sér ekki enn fyrir endann á óvissuþáttum í efnahagslífinu.Í hádegishléi Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, var með erindi á ráðstefnu Mergermarket. Hann ræðir hér við Þorstein Pálsson, stjórnarformann MP banka.Fréttablaðið/ÓKÁÁnægja með mætinguna Skipuleggjendur ráðstefnunnar virtust ánægðir með þátttökuna, en á staðinn komu um 150 af þeim ríflega 170 sem skráðir voru til leiks. Þar af var reyndar um helmingurinn Íslendingar. Erlendu gestirnir skiptust svo í nokkra hópa. Þar mátti sjá fulltrúa erlendra fjölmiðla, fulltrúa fjármálastofnana og fyrirtækja sem þegar eiga fjármuni fasta í landinu og hafa af þeim sökum áhuga á framvindu mála á Íslandi og svo einhverja fjárfesta. Mögulega hafa gestirnir sem raunverulegan áhuga höfðu á íslensku fjárfestingarumhverfi náð eitthvað á annan tuginn. Af spjalli við fulltrúa íslensks viðskiptalífs á staðnum mátti ráða að það þætti bara nokkuð gott. Dæmi væru um að blásið hefði verið til viðlíka kynninga áður án þess að nokkur sýndi því raunverulegan áhuga. Í ljósi þessa er skiljanlegur spenningur sem greina mátti meðal íslenskra gesta um hvernig til tækist. Í ráðstefnulok virtust menn anda léttar. Þá var talinn hliðarávinningur í kynningunni og umræðunni sem viðburðurinn gat af sér. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur á ráðstefnunni og frummælandi. Gestir fylgdust náttúrulega grannt með ræðu hans en til viðbótar var hann svo bókaður í um 20 viðtöl í erlendum miðlum í tengslum við viðburðinn. Skilaboð stjórnvalda náðu því vel út fyrir veggi ráðstefnunnar.Bjartur tónn í framsögum Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, var líka vongóður um góðan árangur í upphafi ráðstefnunnar. „Núna er einmitt rétti tíminn til að keyra þetta í gang,“ sagði hann og bætti við að opna þyrfti augu fjárfesta fyrir því að efnahagslífið væri að taka við sér og möguleikar að opnast á Íslandi. „Og frábært að fá forsætisráðherrann til að koma og færa fjárfestum þessi skilaboð – vonandi,“ sagði Þórður glettinn skömmu áður en Sigmundur Davíð átti að stíga í pontu og gestir voru enn að tínast í hús. Þótt tónninn væri bjartur í framsögum margra frummælenda á Iceland Investment Forum, svo sem hjá forsætisráðherra, er ljóst að óvissuþættir sem fæla frá erlenda fjárfesta eru enn til staðar. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að þótt gjaldeyrishöft eigi ekki að ná til nýfjárfestinga á Íslandi virðist þau skilaboð ekki ná alla leið. Þannig ráðleggi lögfræðideild stórs norræns banka fjárfestum alfarið frá fjárfestingu á Íslandi á meðan höft séu við lýði.Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka, og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Seðlabankans, fóru yfir stöðuna við upphaf ráðstefnunnar á Waldorf Hilton hótelinu.Fréttablaðið/ÓKÁKálið er ekki sopið Afnám gjaldeyrishafta sagði Ásdís Kristjánsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Arion banka, í erindi sínu „Timburmenn fjármálakreppunnar“, að væri stærsta verkefnið sem fram undan væri í íslensku efnahagslífi. „Efnahagslífið er á hægum, en um leið brothættum, batavegi,“ sagði hún. Eftir því sem lengra liði yrði æ flóknara að losa landið úr viðjum haftanna. Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabanka Íslands, sagði líka að þar á bæ hlökkuðu menn til þess að sjá fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um næstu mánaðamót. Frumvarpið væri eitt af þeim mikilvægustu sem lögð yrðu fram. „Eigi markmið að nást um að aflétta gjaldeyrishöftum er agi í ríkisfjármálum lykilatriði,“ sagði Sturla. Líklegt má því teljast að útlendingar sem hug hafa á að láta reyna á tækifæri tengd fjárfestingum á Íslandi hinkri eftir næstu fréttum af framgöngu efnahagslífsins áður en tekið er stökkið inn fyrir múra gjaldeyrishaftanna.Segir landið komið á beinu brautina Skilaboðin frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í framsögu hans voru á þá leið að Ísland væri að komast á beinu brautina með auknum stöðugleika eftir umrótaskeið. Komin væri til valda ríkisstjórn sem legði áherslu á að ýta undir fjárfestingu og vöxt. „Ég tel landið á ákveðnum tímamótum. Í síðustu kosningum fengu þeir tveir flokkar ríflegan meirihluta sem deila sýn á það hvernig ýta eigi undir fjárfestingu á Íslandi og laða að fjárfestingu. Samstarf þessara mið- og hægri flokka hefur langa sögu í íslenskum stjórnmálum og hefur gott orðspor við að auka hagvöxt, draga úr opinberri skuldsetningu og halda í reiðu fjármálum ríkisins.“ Um leið var Sigmundur með mjög ákveðin skilaboð til fjárfesta um að íslenska krónan væri sá gjaldmiðill sem ráðandi yrði í viðskiptum á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð. „Ríkisstjórnin hefur trú á íslensku krónunni og er staðföst í að viðhafa heilbrigða stjórn efnahagsmála sem styður við grundvöll hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. „Ég er líka viss um að íslenska krónan á eftir að endurheimta fyrri styrk,“ bætti hann við. Eins áréttaði Sigmundur Davíð að ríkisstjórnin héldi áfram vinnu við afnám gjaldeyrishaftanna sem komið hafi verið á með neyðarlögunum 2008. „Þótt höft hafi verið nauðsynleg á sínum tíma eru áhrifin til lengri tíma skaðleg. Þau brengla eignaverð, koma óorði á gjaldmiðilinn, torvelda fjárfestingu og draga úr samkeppnishæfni okkar.“ Um leið sagði forsætisráðherra þó mikilvægt að hafa í huga að gjaldeyrishöftin næðu ekki til nýfjárfestinga á Íslandi.Áður er ráðstefnan hófst í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag gaf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sér tíma til að spjalla við gesti ráðstefnunnar. Dagskrá hans fram eftir degi var svo þétt skipuð viðtölum við erlenda fréttamiðla.Mynd/MergermarketForsætisráðherra sagði stjórnina líka leggja ríka áherslu á gott samstarf við Evrópu þótt hlé hefði verið gert á aðildarviðræðum við ESB. „Ríkisstjórnin leggur líka áherslu á bætt samskipti við Bandaríkin,“ sagði hann, auk þess sem áhersla væri lögð á tvíhliða fríverslunarsamninga við önnur ríki, svo sem samninginn við Kína sem lagður verður fyrir Alþingi í næsta mánuði. Sigmundur Davíð byrjaði ræðu sína á dálítið þungum nótum með því að fara yfir þau verkefni sem fram undan væru. Skuldaleiðrétting á næsta leiti væri hluti af heildrænni nálgun ríkisstjórnarinnar á að rétta við efnahagslífið. Fjárhagur fjölskyldnanna væri undirstaða heilbrigðs efnahagslífs og skuldavandavinnan væri vel á veg komin. Hann endaði hins vegar ræðu sína á léttu nótunum og sagði ljóst að framtíðin væri björt á Íslandi. Hér væru undirstöður góðar, vinnumarkaður sveigjanlegur, náttúruauðlindir ríkulegar og landgæði slík að sífellt löðuðu fleiri ferðamenn til landsins. „Helstu skilaboð mín til ykkar í dag eru eftirfarandi: Ríkisstjórn mín áttar sig á því að öflugt viðskiptalíf og iðnaður eru undirstaða vaxtar og velferðar,“ sagði Sigmundur Davíð og kvað stjórnvöld vilja vinna að viðskiptaumhverfi sem væri hagfellt þörfum fjárfesta. „Takk aftur fyrir að bjóða mér á Iceland Investment Forum. Vonandi sé ég ykkur og peningana ykkar á Íslandi,“ gantaðist forsætisráðherra að lokum og fékk ágætar viðtökur við brandaranum, hlátur og lófaklapp.
Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira