Viðskipti innlent

Mögulegur hraði fer í 8 terabit á sekúndu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Upphafleg flutningsgeta Farice-1-sæstrengsins milli Seyðisfjarðar og Skotlands var 720 Gb á sekúndu.
Upphafleg flutningsgeta Farice-1-sæstrengsins milli Seyðisfjarðar og Skotlands var 720 Gb á sekúndu. Mynd/Farice
Nettæknifyrirtækið Ciena Corporation hefur upplýst að ljósleiðaratengiveitan Farice á Íslandi hafi valið svonefnda GeoMesh-lausn Ciena til að uppfæra ljósleiðarann Farice-1, sem fyrst var tekinn í notkun árið 2004.

Á vef Farice kemur fram að flutningsgeta bæði Farice-1 og Danice-sæstrengsins margfaldist.

Farice-1-strengurinn, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Dunnet-flóa í Skotlandi, var upphaflega hannaður með flutningsgetu upp á 720 gígabit á sekúndu í huga. Eftir uppfærslu á seinni hluta þessa árs á flutningsgeta Farice-1 að verða 8.000 gígabit (eða átta terabit) á sekúndu. Farice-1-sæstrengurinn er um 1.200 kílómetrar að lengd.

Danice-strengurinn, sem tekinn var í notkun árið 2009, fer hins vegar úr 5.120 gígabita flutningsgetu á sekúndu í 20.000 gígabit (20 terabit).

Fram kemur í tilkynningu Ciena að uppfærslunni á Danice-sæstrengnum hafi verið lokið í janúar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×