Viðskipti innlent

Neikvæð afkoma á 2. fjórðungi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 16,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2013.

Fram kemur í umfjöllun Hagstofu Íslands að niðurstaðan sé lakari en á sama tíma í fyrra. Þá var hallinn rúmir 14 milljarðar króna.

„Tekjuhallinn nam 3,8 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 8,7 prósentum af tekjum hins opinbera,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. 

Fyrstu sex mánuði ársins er tekjuhallinn sagður hafa numið 6,8 prósentum af tekjum hins opinbera, en á sama tímabili 2012 var hallinn 6,3 prósent af tekjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×