Viðskipti innlent

Eimskip lækkaði við húsleit

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á athafnasvæði Eimskips á vindasömum degi.
Á athafnasvæði Eimskips á vindasömum degi. Fréttablaðið/Anton
Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 2,2 prósent í kauphallarviðskiptum gærdagsins.

Kauphöllin tilkynnti í gærmorgun um húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Eimskipi vegna gruns um brot á 10. og 11. grein samkeppnislaga.

Eftir tilkynninguna lækkaði gengi bréfanna skarpt, um sem nemur fimm prósentum, en rétti sig svo aðeins við.

„Greinarnar kveða á um bann við samkeppnishamlandi samningum og samstilltum aðgerðum fyrirtækja og misnotkun markaðsráðandi fyrirtækja á stöðu sinni,“ segir í tilkynningu sem IFS greining sendi frá sér í gær.

Félagið hefur tímabundið tekið Eimskip af lista félaga sem IFS gefur út álit á. „Felur það í sér að að síðasta virðismat er ógilt þar til frekari upplýsingar um málið berast.“

Auk þess að leita hjá Eimskipi og dótturfélögum leitaði Samkeppniseftirlitið líka á skrifstofum Samskipa og dótturfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×