Viðskipti innlent

Meiri velta á Visa-kortunum

Aukin velta var í notkun Visa-korta milli ára.
Aukin velta var í notkun Visa-korta milli ára. Fréttablaðið/Vilhelm
Um sjö prósenta heildarveltuaukning var á kreditkortaviðskiptum með íslensk Visakreditkort í ágúst síðastliðnum ef miðað er við sama tímabil árið 2012.

Notkun innanlands jókst um 5,6 prósent en notkun á íslenskum Visakortum erlendis jókst um 15,3 prósent.

Þetta kemur fram í tölum frá Valitor um mánaðarlegan samanburð á veltutölum milli ára. Miðað var við tímabilið frá 22. júlí til 21. ágúst, annars vegar árið 2012 og hins vegar 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×