Aðgerðaleysi gæti kostað 36 til 144 milljarða króna Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. september 2013 07:00 Höfundar nýrrar skýrslu um raforkuflutningskerfi landsins telja að verði ekki farið í uppbyggingu á kerfinu muni það leiða af sér ýmsa erfiðleika fyrir raforkunotendur á næstu árum. Fréttablaðið/Vilhelm Án endurbóta og uppbyggingar á flutningskerfi raforku hér á landi hleypur þjóðhagslegur kostnaður á milljarðatugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet. Fram kemur í skýrslunni að verði ekki farið í frekari uppbyggingu flutningskerfisins leiði það á næstu árum af sér margvíslega erfiðleika hjá raforkunotendum. Líklegast er talið að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa nemi rúmum sex milljörðum á ári næsta aldarfjórðung. Höfundar skýrslunnar eru Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur og sviðsstjóri hjá EFLU verkfræðistofu, og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þeir leitast í skýrslunni við að reyna að meta hversu mikils virði sé fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu raforkukerfisins þannig að annað verði á landsvísu álagsaukningu næstu ára og áratuga. Þeir komast að niðurstöðum sínum með því að bera annars vegar saman óbreytt núverandi raforkukerfi, með vaxandi takmörkunum á flutningi raforku þegar fram líða stundir, og hins vegar kerfi sem er án flutningstakmarkana.Jón VilhjálmssonNiðurstaðan er að verði flutningskerfi raforku ekki eflt þá geti kostnaður þjóðfélagsins numið á bilinu 36 til 144 milljörðum fram til ársins 2040. Mikill munur í spánni skýrist af ólíkum forsendum um þróun raforkunotkunar. Miðtilvik, eða 86 milljarða tjón til ársins 2040, er þó talið sýna líklegustu þróunina. Óbreytt flutningskerfi er sagt hamla vexti raforkunotkunar, valda minni hagvexti og hafa áhrif á byggðaþróun. Verði ekki brugðist við telja skýrsluhöfundar ljóst að raforkunotendur komi á næstu árum til með að upplifa tíðara rafmagnsleysi auk þess sem olíunotkun aukist, til dæmis vegna vinnslu í fiskimjölsverksmiðjum og hjá kyntum hitaveitum. Að auki leiði óbreytt kerfi til lakari hagkvæmni nýrra virkjana vegna aukinna takmarkana á mötun inn á flutningskerfið, aukið orkutap við flutning raforku og til þess að útilokaðir verði ýmsir virkjanakostir, þar sem flutningskerfið geti ekki flutt orku frá þeim. Eins muni verð á raforku líklega hækka þar sem flutningstakmarkanir torvelda samkeppni. Auk þess muni takmarkað aðgengi að raforku ýta undir frekari flutninga fólks frá dreifbýli til stærstu þéttbýlissvæða. „Allt atvinnulíf og heimili byggja á því að hafa raforku og á því byggir nútímaþjóðfélag,“ segir Jón Vilhjálmsson, annar skýrsluhöfunda. Því sé það geysilega mikilvægt að byggja upp flutningskerfi raforku.„Og hjá Landsneti er komið upp það ástand að þeir sjá fram á það á næstu árum að geta ekki annað almennilega afhendingu raforku í vissum landshlutum.“ Þar undir segir Jón að sé helst Austur- og Norðausturland. „Þar hefur álag aukist að undanförnu, svo sem vegna fiskimjölsverksmiðja sem hafa aukið raforkunotkun sína og dregið þar með úr notkun olíu.“ Viðbótin segir hann sé slík að kerfið ráði ekki við álagsaukninguna, sem nemi um 100 megavöttum, á mesta álagstíma. „Ef ekki verður eitthvað að gert þá mun þetta á næstu árum hamla uppbyggingu á þessum svæðum, auk þess sem verulegar skerðingar verða út af því álagi sem þegar er komið á þessum svæðum.“ Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Án endurbóta og uppbyggingar á flutningskerfi raforku hér á landi hleypur þjóðhagslegur kostnaður á milljarðatugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet. Fram kemur í skýrslunni að verði ekki farið í frekari uppbyggingu flutningskerfisins leiði það á næstu árum af sér margvíslega erfiðleika hjá raforkunotendum. Líklegast er talið að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa nemi rúmum sex milljörðum á ári næsta aldarfjórðung. Höfundar skýrslunnar eru Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur og sviðsstjóri hjá EFLU verkfræðistofu, og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þeir leitast í skýrslunni við að reyna að meta hversu mikils virði sé fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu raforkukerfisins þannig að annað verði á landsvísu álagsaukningu næstu ára og áratuga. Þeir komast að niðurstöðum sínum með því að bera annars vegar saman óbreytt núverandi raforkukerfi, með vaxandi takmörkunum á flutningi raforku þegar fram líða stundir, og hins vegar kerfi sem er án flutningstakmarkana.Jón VilhjálmssonNiðurstaðan er að verði flutningskerfi raforku ekki eflt þá geti kostnaður þjóðfélagsins numið á bilinu 36 til 144 milljörðum fram til ársins 2040. Mikill munur í spánni skýrist af ólíkum forsendum um þróun raforkunotkunar. Miðtilvik, eða 86 milljarða tjón til ársins 2040, er þó talið sýna líklegustu þróunina. Óbreytt flutningskerfi er sagt hamla vexti raforkunotkunar, valda minni hagvexti og hafa áhrif á byggðaþróun. Verði ekki brugðist við telja skýrsluhöfundar ljóst að raforkunotendur komi á næstu árum til með að upplifa tíðara rafmagnsleysi auk þess sem olíunotkun aukist, til dæmis vegna vinnslu í fiskimjölsverksmiðjum og hjá kyntum hitaveitum. Að auki leiði óbreytt kerfi til lakari hagkvæmni nýrra virkjana vegna aukinna takmarkana á mötun inn á flutningskerfið, aukið orkutap við flutning raforku og til þess að útilokaðir verði ýmsir virkjanakostir, þar sem flutningskerfið geti ekki flutt orku frá þeim. Eins muni verð á raforku líklega hækka þar sem flutningstakmarkanir torvelda samkeppni. Auk þess muni takmarkað aðgengi að raforku ýta undir frekari flutninga fólks frá dreifbýli til stærstu þéttbýlissvæða. „Allt atvinnulíf og heimili byggja á því að hafa raforku og á því byggir nútímaþjóðfélag,“ segir Jón Vilhjálmsson, annar skýrsluhöfunda. Því sé það geysilega mikilvægt að byggja upp flutningskerfi raforku.„Og hjá Landsneti er komið upp það ástand að þeir sjá fram á það á næstu árum að geta ekki annað almennilega afhendingu raforku í vissum landshlutum.“ Þar undir segir Jón að sé helst Austur- og Norðausturland. „Þar hefur álag aukist að undanförnu, svo sem vegna fiskimjölsverksmiðja sem hafa aukið raforkunotkun sína og dregið þar með úr notkun olíu.“ Viðbótin segir hann sé slík að kerfið ráði ekki við álagsaukninguna, sem nemi um 100 megavöttum, á mesta álagstíma. „Ef ekki verður eitthvað að gert þá mun þetta á næstu árum hamla uppbyggingu á þessum svæðum, auk þess sem verulegar skerðingar verða út af því álagi sem þegar er komið á þessum svæðum.“
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur