Tekjutap OR verður milljarður til 2015 Svavar Hávarðsson skrifar 9. september 2013 06:45 Þegar er ljóst að milljarður er tapaður en þá á eftir að reikna inn árið 2015. Gufulögnin kostar 2,6 milljarða. fréttablaðið/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti að gufulögn verði lögð frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar. Fyrir liggur að kostnaður Orkuveitunnar af skertri vinnslugetu virkjunarinnar í ár og árið 2014 nemur milljarði króna. Fáist samþykki eigenda mun leiðslan verða tilbúin til notkunar síðla árs 2015. Fyrirhuguð tenging Hellisheiðarvirkjunar við borholur í Hverahlíð kom til umfjöllunar í borgarráði á fimmtudag. Á fundi stjórnar Orkuveitunnar 29. ágúst var lögð fram sú tillaga að Bjarna Bjarnasyni forstjóra yrði falið að ráðast í tengingu Hellisheiðarvirkjunar, að því gefnu að öll leyfi fáist og ýtarleg kostnaðaráætlun sýni fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Í greinargerð sem lögð var fram í borgarráði á fimmtudag kemur fram að tekjutap og kostnaðarauki Orkuveitunnar á árinu 2013 vegna skertrar framleiðslugetu á Hellisheiði er talinn munu nema 300 milljónum króna. Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2014, sem er í vinnslu, verður gert ráð fyrir skertum sölutekjum af rafmagni og auknum kostnaði vegna orkukaupa sem nemur um 700 milljónum króna til viðbótar. Frekara tap verður árið 2015, enda verður gufulögnin ekki tilbúin til notkunar fyrr en síðla það ár, tefjist verkið ekki. Verkáætlun gerir nú ráð fyrir að heildarkostnaður við verkið verði 2,6 milljarðar króna, og skiptist þannig að 670 milljónir falla á næsta ár og 1.665 milljónir á árið 2015. Þessi tillaga var samþykkt af öllum stjórnarmönnum að undanskildum fulltrúa Vinstri grænna, Sóleyju Tómasdóttur. Hún lét bóka að hún fallist ekki á þessa lausn við vanda virkjunarinnar. Hún stuðli að frekari ágengri nýtingu á svæðinu og „enn frekari tilraunastarfsemi til viðbótar við allt of hraðar framkvæmdir á undanförnum árum og áratugum“. Hún vill frekar að Orkuveitan leiti leiða til að draga úr raforkuframleiðslu. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti að gufulögn verði lögð frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar. Fyrir liggur að kostnaður Orkuveitunnar af skertri vinnslugetu virkjunarinnar í ár og árið 2014 nemur milljarði króna. Fáist samþykki eigenda mun leiðslan verða tilbúin til notkunar síðla árs 2015. Fyrirhuguð tenging Hellisheiðarvirkjunar við borholur í Hverahlíð kom til umfjöllunar í borgarráði á fimmtudag. Á fundi stjórnar Orkuveitunnar 29. ágúst var lögð fram sú tillaga að Bjarna Bjarnasyni forstjóra yrði falið að ráðast í tengingu Hellisheiðarvirkjunar, að því gefnu að öll leyfi fáist og ýtarleg kostnaðaráætlun sýni fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Í greinargerð sem lögð var fram í borgarráði á fimmtudag kemur fram að tekjutap og kostnaðarauki Orkuveitunnar á árinu 2013 vegna skertrar framleiðslugetu á Hellisheiði er talinn munu nema 300 milljónum króna. Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2014, sem er í vinnslu, verður gert ráð fyrir skertum sölutekjum af rafmagni og auknum kostnaði vegna orkukaupa sem nemur um 700 milljónum króna til viðbótar. Frekara tap verður árið 2015, enda verður gufulögnin ekki tilbúin til notkunar fyrr en síðla það ár, tefjist verkið ekki. Verkáætlun gerir nú ráð fyrir að heildarkostnaður við verkið verði 2,6 milljarðar króna, og skiptist þannig að 670 milljónir falla á næsta ár og 1.665 milljónir á árið 2015. Þessi tillaga var samþykkt af öllum stjórnarmönnum að undanskildum fulltrúa Vinstri grænna, Sóleyju Tómasdóttur. Hún lét bóka að hún fallist ekki á þessa lausn við vanda virkjunarinnar. Hún stuðli að frekari ágengri nýtingu á svæðinu og „enn frekari tilraunastarfsemi til viðbótar við allt of hraðar framkvæmdir á undanförnum árum og áratugum“. Hún vill frekar að Orkuveitan leiti leiða til að draga úr raforkuframleiðslu.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira