Viðskipti innlent

Bretar hafa endurheimt 68%

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Merki innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi og öðrum löndum.
Merki innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi og öðrum löndum.
Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi hefur endurheimt tæp 70 prósent af útgreiðslum úr sjóðnum sem til komnar voru vegna íslensku bankanna.

Í forsíðuumfjöllun Morgunblaðsins í dag kemur fram að að upphæðin sem endurheimt hafi verið nemi 3.053 milljónum punda, eða sem svari 579 milljörðum króna. Þetta er sagt koma fram í ársskýrslu tryggingasjóðsins.

Sjóðurinn á kröfu á þrotabú Landsbankans vegna útgreiðslna vegna Icesave reikninga í Bretlandi, auk þess að eiga kröfu á Heritable Banka (sem Landsbankinn átti) og Singer & Friedlander (sem var í eigu Kaupþings).

Kostnaður sjóðsins vegna bankanna er sagður hafa numið 4.488 milljónum punda (851 milljarður króna).

Tryggingasjóðurinn er sagður áætla að allar eftirstöðvar vegna Icesave verði endurheimtar og 84-90 prósent krafna vegna hinna bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×