Lífið

Mamma bjargaði Denzel Washington

Denzel Washington leikur á móti Mark Wahlberg í 2 Guns.
Denzel Washington leikur á móti Mark Wahlberg í 2 Guns. nordicphotos/getty
Denzel Washington telur að móðir sín hafi bjargað sér frá því að leiðast út í fíkniefnaneyslu og glæpi þegar hann var að alast upp.

„Ég ólst upp í Bronx í New York og var í slæmum félagsskap. Þrír af strákunum sem ég var í slagtogi með fóru í fangelsi,“ sagði 2-Guns-leikarinn við The Sun. „Ég mætti ekki heldur í skóla og var smám saman á leiðinni í götuglæpina. Kennari í skólanum mínum sagði við móður mína: „Hann er gáfaður strákur, komdu honum í burtu frá þessu“.“

Að sögn hins 58 ára Washington fór einn vina hans í 15 ára fangelsi og annar lést af völdum eiturlyfja. „Hvað hefði orðið um mig ef móðir mín hefði ekki verið til staðar? Ég veit það ekki, en ég væri ekki að lifa því lífi sem ég lifi í dag.“

Faðir hans, séra Denzel Hayes Washington, sá til þess að sonur sinn stundaði námið af kappi og kæmist í háskóla. „Ég vildi halda áfram að mennta mig, vegna þess að ég vissi hversu mikilvægt það var.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.