Lífið

Nýjum lögum stolið úr tölvunni

Lana Del Ray segir það hafa verið áfall fyrir sig þegar hún komst að því að brotist hafði verið inn í tölvuna hennar og nýjum lögum af væntanlegri plötu lekið á netið.

„Þetta dró dálítið úr mér kjarkinn. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að setja á plötuna. En ætli ég verði ekki að setja lögin sem láku á netið og sjá hvað setur,“ sagði hún við Radio.com.

Síðasta plata Lönu Del Ray, Born To Die, kom út 2011 við frábærar undirtektir. Hún segist sífellt leita að innblæstri fyrir lögin sín. „Ég myndi aldrei semja lag ef mér fyndist það ekki smellpassa á nýju plötuna,“ sagði hin 27 ára söngkona. „Það er enginn annar sem semur lögin fyrir mig. Þetta er brunnur sem kemur innan frá og ef hann er ekki fullur af innblæstri, þá er hann ekki fullur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.