Viðskipti innlent

Framleiðir útivistarfatnað í Kína: Segjum aldrei made in Iceland

Valur Grettisson skrifar
Ágúst Þór Eiríksson Brugðist hefur verið við ábendingum Neytendastofu.
Ágúst Þór Eiríksson Brugðist hefur verið við ábendingum Neytendastofu.
„Við segjum aldrei made in Iceland,“ segir Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Drífu, sem framleiðir útivistarfatnaðinn Icewear og Norwear.

Neytendastofa úrskurðaði í gær að fyrirtækið væri brotlegt gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Föt fyrirtækisins, meðal annars lopahúfa og vettlingar, voru merkt með íslenska fánanum.

Vörurnar voru framleiddar meðal annars í Kína en engar merkingar var að finna um uppruna þeirra að öðru leyti. Neytendastofa telur þessa framsetningu villandi fyrir kaupandann, en stór hluti þeirra eru ferðamenn sem telja sig vera að kaupa íslenskar vörur.

„Við erum búin að breyta þessu,“ segir Ágúst Þór en fyrirtækið hefur þegar brugðist við athugasemdum Neytendastofu um að merkja ekki vörurnar með íslenska fánanum. Aðspurður hvort þeir muni þá að auki merkja vöruna með framleiðslulandi svarar Ágúst:

„Það er ekki skylda að gera slíkt. En við leggjum áherslu á að þarna er um íslenska hönnun að ræða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×