Innlent

Asískir tölvuþrjótar herja á já.is

Valur Grettisson skrifar
„Það hefur komið fyrir að erlendir aðilar hafi dælt á okkur fyrirspurnum og þá hrundi vefurinn tímabundið,“ útskýrir Hlöðver Árnason, tæknistjóri hjá Já.is.
„Það hefur komið fyrir að erlendir aðilar hafi dælt á okkur fyrirspurnum og þá hrundi vefurinn tímabundið,“ útskýrir Hlöðver Árnason, tæknistjóri hjá Já.is.
Símnúmerafyrirtækið Ja.is hefur komið sér upp svokallaðri tíðnitakmörkun til þess að verjast árásum tölvuþrjóta.

Það þýðir að ef of margar leitarfyrirspurnir berast síðunni á of skömmum tíma frá sömu IP-tölunni, sem er nokkurs konar kennitala tölvunnar, lokar heimasíðan sjálfkrafa á IP-töluna. Dæmi eru um að uppruni fyrirspurnanna sé í Asíu.

„Það hefur komið fyrir að erlendir aðilar hafi dælt á okkur fyrirspurnum og þá hrundi vefurinn tímabundið,“ útskýrir Hlöðver Árnason, tæknistjóri hjá Já.is.

Hann segir að það komi fyrir að margir séu á bak við sömu IP-töluna hjá einstaka fyrirtækjum. Hlöðver bendir á að þá geri ja.is undanþágur.

Aðspurður segir Hlöðver að dularfullar IP-tölur hafi reynt að komast yfir símanúmer á síðunni. Uppruni þeirra hefur stundum verið óljós, „en svo höfum við séð vafasamar IP-tölur, til að mynda frá Asíu, sem hafa reynt að nálgast mikið magn af upplýsingum frá okkur,“ segir Hlöðver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×