Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgar mest á Austurlandi

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum á hótelum um 51 prósent á milli ára í júní.
Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum á hótelum um 51 prósent á milli ára í júní. Mynd/Vilhelm
Keyptar gistinætur á hótelum í júní voru tæplega 250 þúsund í júní á þessu ári, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar, en fjölgunin nemur um 15 prósentum frá því í júní í fyrra. 

Utan höfuðborgarsvæðisins var aukningin hlutfallslega mest á milli ára og sem dæmi fjölgaði gistinóttum á Austurlandi um 51 prósent og á Norðurlandi um 44 prósent.

Á höfuðborgarsvæðinu var fjölgun gistinátta heldur lægri, eða um átta prósent. Þó er uppbygging á hótelrýmum hvað mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölga á gistirýmum um minnst 25 prósent á næstu tveimur árum.

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 88 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 17 prósent frá því á sama tíma og í fyrra.

Það sem af er ári nemur fjölgun gistinátta á hótelum um 20 prósentum og voru þær tæplega 950 þúsund samanborið við tæplega 800 þúsund fyrir sama tímabil í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×