Viðskipti innlent

Aðeins afgreiðslufólk á kassa lækkar í launum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Afgreiðslufólk á kassa er eina stétt verslunar sem lækkað hefur í launum frá árinu 2011 til 2012.
Afgreiðslufólk á kassa er eina stétt verslunar sem lækkað hefur í launum frá árinu 2011 til 2012.
Lægst launaða starfstétt verslunar er afgreiðslufólk á kassa, samkvæmt launakönnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) fyrir árið 2012. Afgreiðslufólk á kassa er einnig eina stéttin sem lækkað hefur í launum að raunvirði á milli ára. Vakin er athygli á þessari launaþróun í Árbók verslunarinnar 2013 en þar er farið yfir laun verslunarfólks.

Heildarlaun starfsfólks á kassa í verslun á mánuði voru að meðaltali um 260 þúsund krónur árið 2011. Launin voru hins vegar 4.000 krónum lægri árið á eftir, eða um 254 þúsund krónur. Á sama tíma hafa allar aðrar starfstéttir verslunar hækkað í launum.

Elías Magnússon, vaktstjóri kjaramála hjá VR, segir að tölurnar gefi ekki vísbendingu um brot á kjarasamningum. „Það eru mun færri starfsmenn í verslunum sem vinna meira en 170 tíma á mánuði og yfirvinna hefur verið að minnka,“ segir Elías.

Elías telur að helstu ástæður fyrir þessari launalækkun séu fyrst og fremst að vinnutíminn hafi verið að styttast og að starfsfólk á kassa sé að yngjast. „Það er auðveldara að skipta út fólki sem vinnur á kassa til þess að minnka yfirvinnu og erfiðara að skipta fólki út sem er í sérhæfðum verslunarstörfum,“ bætir Elías við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×