Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júlí 2013 08:00 „Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. Skógar III eru í eigu bandaríska einsetumannsins Peter Michael Micari og félagsins Lífsvals sem nú tilheyrir Landsbankanum. Það er helmingshlutur Lífsvals sem nú er til sölu.Í auglýsingu á vef Fasteignamiðstöðvarinnar kemur fram að tilraunir með borun eftir olíu hafa farið fram á Skógum III. „Sumir telja að þær lofi góðu,“ segir í auglýsingunni. „Það getur vel verið að það sé olía víða en ég man aldrei eftir því neinn hafi látið sér detta í hug að bora,“ segir Magnús. Jarðhitadeild Orkustofnunar tók fyrir um þremur áratugum sýni af gasi sem kemur upp á söndunum í Öxarfirði. Kristinn Einarsson, yfirverkefnastjóri hjá Orkustofnun, segir sýnin ekki hafa verið þess eðlis að rannsóknum hafi verið haldið áfram. Líklega stafi gasið frá surtarbrandi en ekki olíu. „Við höfum ekki trú á að það sé mikil olía þarna - ef einhver er. Við teljum eiginlega engar líkur á að finna olíu uppi á landi á Íslandi. En við höfum samt ákveðinn viðbúnað á þessu svæði og erum með það í rannsókn, ef eitthvað skyldi finnast,“ segir Kristinn.Hinrik Lárusson, sem átti helmingshlut í Skógum III um árabil þar til hann seldi hlutinn til Lífsvals, er annarrar skoðunar. Hinrik segist hafa borað á jörðinni á sínum tíma. Mikið af 96 gráðu heitu vatni kemur úr borholu þar: „Það er ekki spurning að það er olía þarna,“ segir Hinrik. Peter Michael Micari, sem kveðst vera biskup í kaþólskum söfnuði, keypti helmingshlut í Skógum III vorið 1995. Haustið sama ár keypti Micari jörðina Kvennahól í Dalasýslu og hefur búið þar síðan. Í febrúar árið 2000 sagði Peter frá því í samtali við DV að hann hafi verið verulega hlunnfarinn við kaupin á Skógajörðinni. Hlutur Peters er ekki til sölu. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. Skógar III eru í eigu bandaríska einsetumannsins Peter Michael Micari og félagsins Lífsvals sem nú tilheyrir Landsbankanum. Það er helmingshlutur Lífsvals sem nú er til sölu.Í auglýsingu á vef Fasteignamiðstöðvarinnar kemur fram að tilraunir með borun eftir olíu hafa farið fram á Skógum III. „Sumir telja að þær lofi góðu,“ segir í auglýsingunni. „Það getur vel verið að það sé olía víða en ég man aldrei eftir því neinn hafi látið sér detta í hug að bora,“ segir Magnús. Jarðhitadeild Orkustofnunar tók fyrir um þremur áratugum sýni af gasi sem kemur upp á söndunum í Öxarfirði. Kristinn Einarsson, yfirverkefnastjóri hjá Orkustofnun, segir sýnin ekki hafa verið þess eðlis að rannsóknum hafi verið haldið áfram. Líklega stafi gasið frá surtarbrandi en ekki olíu. „Við höfum ekki trú á að það sé mikil olía þarna - ef einhver er. Við teljum eiginlega engar líkur á að finna olíu uppi á landi á Íslandi. En við höfum samt ákveðinn viðbúnað á þessu svæði og erum með það í rannsókn, ef eitthvað skyldi finnast,“ segir Kristinn.Hinrik Lárusson, sem átti helmingshlut í Skógum III um árabil þar til hann seldi hlutinn til Lífsvals, er annarrar skoðunar. Hinrik segist hafa borað á jörðinni á sínum tíma. Mikið af 96 gráðu heitu vatni kemur úr borholu þar: „Það er ekki spurning að það er olía þarna,“ segir Hinrik. Peter Michael Micari, sem kveðst vera biskup í kaþólskum söfnuði, keypti helmingshlut í Skógum III vorið 1995. Haustið sama ár keypti Micari jörðina Kvennahól í Dalasýslu og hefur búið þar síðan. Í febrúar árið 2000 sagði Peter frá því í samtali við DV að hann hafi verið verulega hlunnfarinn við kaupin á Skógajörðinni. Hlutur Peters er ekki til sölu.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira