Viðskipti innlent

Sumarútsölur duga ekki til að slá á ársverðbólguna

Brjánn Jónasson skrifar
Sumarútsölur á fötum og skóm lækka verðbólguna, en ársverðbólgan hækkar engu að síður milli mánaða.
Sumarútsölur á fötum og skóm lækka verðbólguna, en ársverðbólgan hækkar engu að síður milli mánaða. Fréttablaðið/E.Ol.
Ársverðbólgan mælist nú 3,8 prósent og hefur hækkað lítillega eftir að hafa staðið í 3,3 prósentum síðustu mánuði.

Samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands lækkaði vísitala neysluverðs, sem verðbólgan byggir á, um 0,27 prósent milli júní og júlí, sem þó dugir ekki til að slá á ársverðbólguna.

Ástæður þess að vísitalan lækkar á milli mánaða eru einkum sumarútsölur á fötum og skóm, sem ná að vega upp hækkun á áhrifum húsnæðis og hækkandi eldsneytisverðs, og ríflega það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×