Ekki vera fávitar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júlí 2013 07:00 Ég var á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað um síðustu helgi, en þar komu á annað þúsund manns saman til að misbjóða bæði hljóðhimnum og lifur. Já, og mála sig eins og lík. Þetta var í níunda sinn sem þessi vinsæla þungarokkshátíð er haldin og þeim fjölgar sífellt sem mæta austur til þess að drekka frá sér allt vit og hlusta á innlenda jafnt sem erlenda öskurapa leika listir sínar í Egilsbúð. Enginn tilkynnti nauðgun á hátíðinni og rímar það við tölur fyrri ára. Það er sorglegt að það teljist merkilegt, en staðreynd er það nú samt. Maður spyr sig þó hvers vegna Eistnaflugið hafi verið laust við þennan viðbjóðslega fylgifisk sumarhátíðanna alveg frá upphafi. Þungarokkarar eru allavega ekki betri en annað fólk. Þótt flestir þeirra séu vinalegir nördar eru rotin epli í málmkörfunni eins og öðrum. Líklegustu skýringuna á friðsældinni tel ég vera þá að forkólfar hátíðarinnar hafa alla tíð sent hátíðargestum þau einföldu skilaboð að ekkert rugl verði liðið: „Ekki vera fávitar.“ Sömu skilaboð hafa gestir fengið frá listamönnum sem komið hafa fram. Trommari Botnleðju gerði til dæmis stutt rokkhlé á tónleikum sveitarinnar í fyrra þegar einhverjar mannleysur þukluðu óboðnar á berbrjósta stúlku í áhorfendaskaranum. Ég man ekki hvað hann sagði orðrétt en skilaboðin voru skýr: „Ekki vera fávitar.“ Kynferðisofbeldi getur auðvitað átt sér stað á Eistnaflugi þrátt fyrir þetta, en líkurnar hljóta að vera minni á hátíð þar sem skipuleggjendur, tónlistarfólk og gestir taka sameiginlega afstöðu gegn fávitaskap. Kannski þurfti ekki trommara uppi á sviði til að stöðva þukl í ár, heldur vel vakandi tónleikagesti í þvögunni. Nú er hátíðin yfirstaðin en nokkrar árlegar sumarhátíðir eru eftir, þar á meðal sú langstærsta. Ég vona að skipuleggjendur þeirra taki hina líkmáluðu og leðurklæddu sér til fyrirmyndar og sendi þessi einföldu skilaboð til sinna gesta (og allir saman nú): „Ekki vera fávitar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun
Ég var á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað um síðustu helgi, en þar komu á annað þúsund manns saman til að misbjóða bæði hljóðhimnum og lifur. Já, og mála sig eins og lík. Þetta var í níunda sinn sem þessi vinsæla þungarokkshátíð er haldin og þeim fjölgar sífellt sem mæta austur til þess að drekka frá sér allt vit og hlusta á innlenda jafnt sem erlenda öskurapa leika listir sínar í Egilsbúð. Enginn tilkynnti nauðgun á hátíðinni og rímar það við tölur fyrri ára. Það er sorglegt að það teljist merkilegt, en staðreynd er það nú samt. Maður spyr sig þó hvers vegna Eistnaflugið hafi verið laust við þennan viðbjóðslega fylgifisk sumarhátíðanna alveg frá upphafi. Þungarokkarar eru allavega ekki betri en annað fólk. Þótt flestir þeirra séu vinalegir nördar eru rotin epli í málmkörfunni eins og öðrum. Líklegustu skýringuna á friðsældinni tel ég vera þá að forkólfar hátíðarinnar hafa alla tíð sent hátíðargestum þau einföldu skilaboð að ekkert rugl verði liðið: „Ekki vera fávitar.“ Sömu skilaboð hafa gestir fengið frá listamönnum sem komið hafa fram. Trommari Botnleðju gerði til dæmis stutt rokkhlé á tónleikum sveitarinnar í fyrra þegar einhverjar mannleysur þukluðu óboðnar á berbrjósta stúlku í áhorfendaskaranum. Ég man ekki hvað hann sagði orðrétt en skilaboðin voru skýr: „Ekki vera fávitar.“ Kynferðisofbeldi getur auðvitað átt sér stað á Eistnaflugi þrátt fyrir þetta, en líkurnar hljóta að vera minni á hátíð þar sem skipuleggjendur, tónlistarfólk og gestir taka sameiginlega afstöðu gegn fávitaskap. Kannski þurfti ekki trommara uppi á sviði til að stöðva þukl í ár, heldur vel vakandi tónleikagesti í þvögunni. Nú er hátíðin yfirstaðin en nokkrar árlegar sumarhátíðir eru eftir, þar á meðal sú langstærsta. Ég vona að skipuleggjendur þeirra taki hina líkmáluðu og leðurklæddu sér til fyrirmyndar og sendi þessi einföldu skilaboð til sinna gesta (og allir saman nú): „Ekki vera fávitar.“
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun