Handbolti

Næstsíðasti leikur Hlyns í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Leifsson mundar flautuna.
Hlynur Leifsson mundar flautuna. Fréttablaðið/Valli

Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma undanúrslitaleik Kielce og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í Köln í dag.

Leikurinn verður síðasti félagsliðaleikurinn sem Hlynur dæmir, en hann ákvað fyrir nokkru að leggja flautuna á hilluna í lok tímabilsins.

Þeir Anton Gylfi og Hlynur munu þó dæma einn leik til viðbótar, landsleik Rússlands og Serbíu þann 12. júní næstkomandi. Eftir það leggur Hlynur flautuna til hliðar en Anton Gylfi mun dæma áfram með Jónasi Elíassyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×