Handbolti

Gæti farið í mál við Torsten Jansen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nincevic fellur til jarðar gegn Hamburg á dögunum.
Nincevic fellur til jarðar gegn Hamburg á dögunum. Nordicphotos/Getty

Króatíski hornamaðurinn Ivan Nincevic, sem var skallaður í leik á dögunum, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. Nincevic hefur ákveðið að taka tilboði hvít-rússneska liðsins Dinamo Minsk, en það ætlar sér stóra hluti á næstu árum og hefur sterka bakhjarla.

Nincevic sagði að hann hefði ekki getað neitað tilboði félagsins. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa verið skallaður af Torsten Jansen, leikmanni Hamburg, á dögunum og spilar því ekki meira á leiktíðinni. Nincevic fékk slæman heilahristing sem og fimm sentímetra skurð undir augað.

Grannt er fylgst með heilsufari hans og fer hann daglega á spítala í höfuðrannsóknir. Jansen þarf aðeins að afplána tveggja leikja bann fyrir skallann, sem Nincevic sagði að væri grín.

„Ég og eiginkona mín munum taka ákvörðun um hvort við förum í dómsmál í vikunni,“ sagði Nincevic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×