Turner hefur sett 4,5 milljarða í Latabæ Freyr Bjarnason skrifar 6. maí 2013 12:00 Tökur eru í fullum gangi á fjórðu þáttaröðinni af Latabæ í myndverinu í Garðabæ. Fréttablaðið/vilhelm Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu. „Húsið er stútfullt. Það er ekki hægt að leggja nálægt því. Það eru 150 starfsmenn búnir að bætast við fyrir utan hefðbundið starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar standa yfir fram í lok október en júlímánuður verður gefinn í sumarfrí. Eftirvinnsla fer svo fram hér á landi og líkast til verður þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta árs. Samkvæmt tölum frá Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra Latabæjar, hafa um fjórir og hálfur milljarður króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá eiganda þáttaraðarinnar, Turner Broadcasting, síðastliðin tvö ár. „Það eru ofsalega margir sem koma að þessu og margfeldisáhrifin inn í hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég veit ekki um neitt einstakt fyrirtæki sem er að koma með eins mikla fjárfestingu inn í landið og Turner Broadcasting. Þetta er mjög stórhuga fyrirtæki sem hefur miklar mætur á myndverinu okkar og sýnir það í verki.“ Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið duglegur undanfarið við að kynna þriðju þáttaröðina, sem er nýfarin í loftið í Bretlandi. Hún verður tekin til sýninga hér á landi á Stöð 2, í Bandaríkjunum og víðar um heim síðar í þessum mánuði. Á dögunum var Magnús staddur á samkomu á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Los Angeles þar sem sumardagskráin var kynnt, þar á meðal Latabæjarþættirnir. Kryddpían Mel B heilsaði upp á Magga, auk þess sem stjörnur á borð við Heidi Klum, Usher og Shakiru voru á svæðinu. Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu. „Húsið er stútfullt. Það er ekki hægt að leggja nálægt því. Það eru 150 starfsmenn búnir að bætast við fyrir utan hefðbundið starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar standa yfir fram í lok október en júlímánuður verður gefinn í sumarfrí. Eftirvinnsla fer svo fram hér á landi og líkast til verður þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta árs. Samkvæmt tölum frá Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra Latabæjar, hafa um fjórir og hálfur milljarður króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá eiganda þáttaraðarinnar, Turner Broadcasting, síðastliðin tvö ár. „Það eru ofsalega margir sem koma að þessu og margfeldisáhrifin inn í hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég veit ekki um neitt einstakt fyrirtæki sem er að koma með eins mikla fjárfestingu inn í landið og Turner Broadcasting. Þetta er mjög stórhuga fyrirtæki sem hefur miklar mætur á myndverinu okkar og sýnir það í verki.“ Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið duglegur undanfarið við að kynna þriðju þáttaröðina, sem er nýfarin í loftið í Bretlandi. Hún verður tekin til sýninga hér á landi á Stöð 2, í Bandaríkjunum og víðar um heim síðar í þessum mánuði. Á dögunum var Magnús staddur á samkomu á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Los Angeles þar sem sumardagskráin var kynnt, þar á meðal Latabæjarþættirnir. Kryddpían Mel B heilsaði upp á Magga, auk þess sem stjörnur á borð við Heidi Klum, Usher og Shakiru voru á svæðinu.
Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira