Turner hefur sett 4,5 milljarða í Latabæ Freyr Bjarnason skrifar 6. maí 2013 12:00 Tökur eru í fullum gangi á fjórðu þáttaröðinni af Latabæ í myndverinu í Garðabæ. Fréttablaðið/vilhelm Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu. „Húsið er stútfullt. Það er ekki hægt að leggja nálægt því. Það eru 150 starfsmenn búnir að bætast við fyrir utan hefðbundið starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar standa yfir fram í lok október en júlímánuður verður gefinn í sumarfrí. Eftirvinnsla fer svo fram hér á landi og líkast til verður þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta árs. Samkvæmt tölum frá Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra Latabæjar, hafa um fjórir og hálfur milljarður króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá eiganda þáttaraðarinnar, Turner Broadcasting, síðastliðin tvö ár. „Það eru ofsalega margir sem koma að þessu og margfeldisáhrifin inn í hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég veit ekki um neitt einstakt fyrirtæki sem er að koma með eins mikla fjárfestingu inn í landið og Turner Broadcasting. Þetta er mjög stórhuga fyrirtæki sem hefur miklar mætur á myndverinu okkar og sýnir það í verki.“ Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið duglegur undanfarið við að kynna þriðju þáttaröðina, sem er nýfarin í loftið í Bretlandi. Hún verður tekin til sýninga hér á landi á Stöð 2, í Bandaríkjunum og víðar um heim síðar í þessum mánuði. Á dögunum var Magnús staddur á samkomu á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Los Angeles þar sem sumardagskráin var kynnt, þar á meðal Latabæjarþættirnir. Kryddpían Mel B heilsaði upp á Magga, auk þess sem stjörnur á borð við Heidi Klum, Usher og Shakiru voru á svæðinu. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu. „Húsið er stútfullt. Það er ekki hægt að leggja nálægt því. Það eru 150 starfsmenn búnir að bætast við fyrir utan hefðbundið starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar standa yfir fram í lok október en júlímánuður verður gefinn í sumarfrí. Eftirvinnsla fer svo fram hér á landi og líkast til verður þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta árs. Samkvæmt tölum frá Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra Latabæjar, hafa um fjórir og hálfur milljarður króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá eiganda þáttaraðarinnar, Turner Broadcasting, síðastliðin tvö ár. „Það eru ofsalega margir sem koma að þessu og margfeldisáhrifin inn í hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég veit ekki um neitt einstakt fyrirtæki sem er að koma með eins mikla fjárfestingu inn í landið og Turner Broadcasting. Þetta er mjög stórhuga fyrirtæki sem hefur miklar mætur á myndverinu okkar og sýnir það í verki.“ Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið duglegur undanfarið við að kynna þriðju þáttaröðina, sem er nýfarin í loftið í Bretlandi. Hún verður tekin til sýninga hér á landi á Stöð 2, í Bandaríkjunum og víðar um heim síðar í þessum mánuði. Á dögunum var Magnús staddur á samkomu á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Los Angeles þar sem sumardagskráin var kynnt, þar á meðal Latabæjarþættirnir. Kryddpían Mel B heilsaði upp á Magga, auk þess sem stjörnur á borð við Heidi Klum, Usher og Shakiru voru á svæðinu.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira