Turner hefur sett 4,5 milljarða í Latabæ Freyr Bjarnason skrifar 6. maí 2013 12:00 Tökur eru í fullum gangi á fjórðu þáttaröðinni af Latabæ í myndverinu í Garðabæ. Fréttablaðið/vilhelm Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu. „Húsið er stútfullt. Það er ekki hægt að leggja nálægt því. Það eru 150 starfsmenn búnir að bætast við fyrir utan hefðbundið starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar standa yfir fram í lok október en júlímánuður verður gefinn í sumarfrí. Eftirvinnsla fer svo fram hér á landi og líkast til verður þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta árs. Samkvæmt tölum frá Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra Latabæjar, hafa um fjórir og hálfur milljarður króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá eiganda þáttaraðarinnar, Turner Broadcasting, síðastliðin tvö ár. „Það eru ofsalega margir sem koma að þessu og margfeldisáhrifin inn í hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég veit ekki um neitt einstakt fyrirtæki sem er að koma með eins mikla fjárfestingu inn í landið og Turner Broadcasting. Þetta er mjög stórhuga fyrirtæki sem hefur miklar mætur á myndverinu okkar og sýnir það í verki.“ Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið duglegur undanfarið við að kynna þriðju þáttaröðina, sem er nýfarin í loftið í Bretlandi. Hún verður tekin til sýninga hér á landi á Stöð 2, í Bandaríkjunum og víðar um heim síðar í þessum mánuði. Á dögunum var Magnús staddur á samkomu á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Los Angeles þar sem sumardagskráin var kynnt, þar á meðal Latabæjarþættirnir. Kryddpían Mel B heilsaði upp á Magga, auk þess sem stjörnur á borð við Heidi Klum, Usher og Shakiru voru á svæðinu. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu. „Húsið er stútfullt. Það er ekki hægt að leggja nálægt því. Það eru 150 starfsmenn búnir að bætast við fyrir utan hefðbundið starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar standa yfir fram í lok október en júlímánuður verður gefinn í sumarfrí. Eftirvinnsla fer svo fram hér á landi og líkast til verður þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta árs. Samkvæmt tölum frá Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra Latabæjar, hafa um fjórir og hálfur milljarður króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá eiganda þáttaraðarinnar, Turner Broadcasting, síðastliðin tvö ár. „Það eru ofsalega margir sem koma að þessu og margfeldisáhrifin inn í hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég veit ekki um neitt einstakt fyrirtæki sem er að koma með eins mikla fjárfestingu inn í landið og Turner Broadcasting. Þetta er mjög stórhuga fyrirtæki sem hefur miklar mætur á myndverinu okkar og sýnir það í verki.“ Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið duglegur undanfarið við að kynna þriðju þáttaröðina, sem er nýfarin í loftið í Bretlandi. Hún verður tekin til sýninga hér á landi á Stöð 2, í Bandaríkjunum og víðar um heim síðar í þessum mánuði. Á dögunum var Magnús staddur á samkomu á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Los Angeles þar sem sumardagskráin var kynnt, þar á meðal Latabæjarþættirnir. Kryddpían Mel B heilsaði upp á Magga, auk þess sem stjörnur á borð við Heidi Klum, Usher og Shakiru voru á svæðinu.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira