LA Lakers og Miami Heat voru bæði á sigurbraut í NBA-deildinni í nótt en þá fóru fram fjórir leikir í deildinni.
Miami vann auðveldan sigur á Milwaukee og Lakers vann einnig þægilegan sigur á New Orleans.
Jordan Hill kom inn í byrjunarlið Lakers og átti stórleik. Skoraði 21 stig, sem er hans besta í deildinni, og tók 11 fráköst.
LeBron James, leikmaður Miami, náði þeim áfanga í nótt að skora yfir 10 stig í 503 leikjum í röð. Hann er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst yfir 500 leiki með yfir tíu stig.
James skoraði 33 stig í leiknum.
Úrslit:
Miami-Milwaukee 118-95
Dallas-Washington 105-95
Golden State-Detroit 113-95
LA Lakers-New Orleans 116-95
