Markmiðið að laða fólk í tölvuleikjanám Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2013 07:00 Þeir Hilmar Veigar Pétursson og Ari Kristinn Jónsson voru hæstánægðir við undirskrift á samstarfssamningi CCP og HR.Fréttablaðið/GVA Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að fyrirtækið hafi síðustu ár notið góðs af samstarfi við háskólana og vilji nú taka samstarfið skrefi lengra. „Við höfum unnið mikið með háskólunum í gegnum tíðina og tókum sem dæmi þátt í myndun áherslusviðs um þróun tölvuleikja við tölvunarfræðideildina í HR. Við höfum verið mjög ánægð með þetta samstarf sem hefur skilað okkur betur undirbúnu starfsfólki auk þess sem okkar fólk sem hefur komið að kennslu hefur lært mikið af því. Von okkar með þessu skrefi er að fleiri líti á þennan farveg sem mögulegan starfsvettvang og þá viljum við styrkja umhverfi tölvuleikjagerðar á Íslandi,“ segir Hilmar um samstarfið. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir samstarfið smellpassa við stefnu skólans. „HR hefur frá stofnun lagt áherslu á gott samstarf við atvinnulífið. Bæði með því að mennta fólk sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins og með því að skapa nýja þekkingu með rannsóknum og nýsköpun,“ segir Ari. Samkvæmt samningum sem skrifað var undir á föstudag fær HR 10 milljónir króna frá CCP til að koma prófessorsstöðunni á fót og mun CCP svo kosta hana næstu fimm ár. Þá mun CCP veita HR stuðning á tímabilinu, svo sem með aðstoð frá starfsfólki og notkun á tengslaneti fyrirtækisins. Ari segir að samstarfssamningurinn geri HR kleift að bjóða upp á ýmis námskeið og jafnvel námsbrautir sem skólinn hafi hingað til ekki getað boðið upp á vegna skorts á sérþekkingu. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu hér á landi um skort á tæknimenntuðu starfsfólki í atvinnulífinu. Spurður hvort CCP sé að bregðast við þeirri stöðu svarar Hilmar: „Algjörlega. Maður getur ekki verið að kvarta endalaust heldur þarf stundum að sýna frumkvæði. Þetta er liður í því enda höfum við ítrekað bent á þessa stöðu sem hefur verið viðvarandi frá því á 10. áratugnum hið minnsta.“ Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að fyrirtækið hafi síðustu ár notið góðs af samstarfi við háskólana og vilji nú taka samstarfið skrefi lengra. „Við höfum unnið mikið með háskólunum í gegnum tíðina og tókum sem dæmi þátt í myndun áherslusviðs um þróun tölvuleikja við tölvunarfræðideildina í HR. Við höfum verið mjög ánægð með þetta samstarf sem hefur skilað okkur betur undirbúnu starfsfólki auk þess sem okkar fólk sem hefur komið að kennslu hefur lært mikið af því. Von okkar með þessu skrefi er að fleiri líti á þennan farveg sem mögulegan starfsvettvang og þá viljum við styrkja umhverfi tölvuleikjagerðar á Íslandi,“ segir Hilmar um samstarfið. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir samstarfið smellpassa við stefnu skólans. „HR hefur frá stofnun lagt áherslu á gott samstarf við atvinnulífið. Bæði með því að mennta fólk sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins og með því að skapa nýja þekkingu með rannsóknum og nýsköpun,“ segir Ari. Samkvæmt samningum sem skrifað var undir á föstudag fær HR 10 milljónir króna frá CCP til að koma prófessorsstöðunni á fót og mun CCP svo kosta hana næstu fimm ár. Þá mun CCP veita HR stuðning á tímabilinu, svo sem með aðstoð frá starfsfólki og notkun á tengslaneti fyrirtækisins. Ari segir að samstarfssamningurinn geri HR kleift að bjóða upp á ýmis námskeið og jafnvel námsbrautir sem skólinn hafi hingað til ekki getað boðið upp á vegna skorts á sérþekkingu. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu hér á landi um skort á tæknimenntuðu starfsfólki í atvinnulífinu. Spurður hvort CCP sé að bregðast við þeirri stöðu svarar Hilmar: „Algjörlega. Maður getur ekki verið að kvarta endalaust heldur þarf stundum að sýna frumkvæði. Þetta er liður í því enda höfum við ítrekað bent á þessa stöðu sem hefur verið viðvarandi frá því á 10. áratugnum hið minnsta.“
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira