"Konurnar munu bjarga heiminum“ 25. febrúar 2013 07:00 Biskup heimsótti Malaví og Kenía þar sem hún kynnti sér hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Mynd/þjóðkirkjan „Konurnar í Malaví halda uppi samfélaginu og mér varð ljóst að jafnrétti kynjanna er lykillinn að breyttum og bættum heimi, það eru konurnar sem munu bjarga heiminum og menntun þeirra er fyrsta skrefið,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup eftir nýafstaðna ferð til Malaví og Kenía þar sem hún kynnti sér hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Agnes segir það hafa verið einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur starfsins með eigin augum. „Í Malaví hitti ég bónda sem fékk þrjár geitur frá Íslandi. Í dag á hann 67 geitur og getur framfleytt allir fjölskyldu sinni,“ segir hún. „Við sáum líka matjurtagarða sem hafa tekið mikinn vaxtarkipp með tilkomu brunna. Þarna er svo þurrt og gróðursnautt, en með vatninu er hægt að gæða garðana lífi.“ Agnes heimsótti einnig skóla og kirkjur á svæðunum sem hafa verið byggð fyrir íslenskt fé. Hún segir ásóknina þar svo mikla að núverandi byggingar anni vart starfseminni, enda vaxi söfnuðirnir hratt. „Fólk finnur að kirkjan styður það í þess daglega lífi og aðstoðar við allt sem viðkemur samfélaginu.“ Agnes hefur átt gott samtal við presta og biskupa á svæðunum þar sem hún ferðaðist auk þess sem hún predikaði í kirkjum. Það sem vakti þó einna mesta athygli hennar voru konurnar. „Þær voru ákaflega atorkusamar og virkar í samfélaginu, talsvert virkari en flestir karlmannanna sem virtust eyða mestum tíma í að sitja í makindum undir tré og spjalla saman,“ segir hún. „Það er í höndum kvenna að breyta heiminum.“ Sem dæmi um þetta nefnir hún konur sem sáu um brunn einn í Malaví. Þar voru notendur brunnsins rukkaðir um örlítið gjald, sem nýtist til kaupa á varahlutum og til viðhalds auk þess sem þær þrífa í kringum brunninn, en hreinlæti er víða ábótavant. Agnes segir þakklæti fólksins hafi verið ríkt enda var hópnum alls staðar vel tekið með dansi og söng. „Þessi ferð minnti mig á að allir geta hjálpað einhverjum, en enginn getur hjálpað öllum.“ - je Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Konurnar í Malaví halda uppi samfélaginu og mér varð ljóst að jafnrétti kynjanna er lykillinn að breyttum og bættum heimi, það eru konurnar sem munu bjarga heiminum og menntun þeirra er fyrsta skrefið,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup eftir nýafstaðna ferð til Malaví og Kenía þar sem hún kynnti sér hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Agnes segir það hafa verið einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur starfsins með eigin augum. „Í Malaví hitti ég bónda sem fékk þrjár geitur frá Íslandi. Í dag á hann 67 geitur og getur framfleytt allir fjölskyldu sinni,“ segir hún. „Við sáum líka matjurtagarða sem hafa tekið mikinn vaxtarkipp með tilkomu brunna. Þarna er svo þurrt og gróðursnautt, en með vatninu er hægt að gæða garðana lífi.“ Agnes heimsótti einnig skóla og kirkjur á svæðunum sem hafa verið byggð fyrir íslenskt fé. Hún segir ásóknina þar svo mikla að núverandi byggingar anni vart starfseminni, enda vaxi söfnuðirnir hratt. „Fólk finnur að kirkjan styður það í þess daglega lífi og aðstoðar við allt sem viðkemur samfélaginu.“ Agnes hefur átt gott samtal við presta og biskupa á svæðunum þar sem hún ferðaðist auk þess sem hún predikaði í kirkjum. Það sem vakti þó einna mesta athygli hennar voru konurnar. „Þær voru ákaflega atorkusamar og virkar í samfélaginu, talsvert virkari en flestir karlmannanna sem virtust eyða mestum tíma í að sitja í makindum undir tré og spjalla saman,“ segir hún. „Það er í höndum kvenna að breyta heiminum.“ Sem dæmi um þetta nefnir hún konur sem sáu um brunn einn í Malaví. Þar voru notendur brunnsins rukkaðir um örlítið gjald, sem nýtist til kaupa á varahlutum og til viðhalds auk þess sem þær þrífa í kringum brunninn, en hreinlæti er víða ábótavant. Agnes segir þakklæti fólksins hafi verið ríkt enda var hópnum alls staðar vel tekið með dansi og söng. „Þessi ferð minnti mig á að allir geta hjálpað einhverjum, en enginn getur hjálpað öllum.“ - je
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira