Íslensk fyrirtæki þegar haslað sér völl Þórður Snær Júlíusson og Magnús Þ Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Stjórnendur Ístaks sjá mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á Grænlandi á næstu árum en vara þó við því að menn setji sig í gullgrafarastellingar auk þess að hvetja til þess að samstarf og samskipti þjóðanna verði aukin.Fréttablaðið/GVA Verktakafyrirtækið Ístak hefur í ríflega áratug haft nokkur umsvif á Grænlandi í tengslum við virkjunarframkvæmdir og ýmis önnur verkefni. Á síðustu árum hefur velta fyrirtækisins vegna verkefna á Grænlandi verið í kringum fjóra milljarða króna á ári. Til samanburðar var heildarvelta þess á bilinu níu til 22 milljarðar á árunum 2001 til 2011 og því ljóst að verkefni á Grænlandi eru þegar orðinn stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. „Við höfum verið að vinna á Grænlandi nokkuð lengi. Það sem við höfum verið að gera umfram annað síðustu ár er að byggja virkjanir. Það höfum við gert í svokallaðri alverktöku sem þýðir að við berum ábyrgð á hönnun, framkvæmd, háspennulínum, öllum rafbúnaði og öllu öðru. Við einfaldlega förum út í móa og gerum allt. Síðan afhendum við virkjunina og rekstur hennar hefst,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks. Auk virkjunarframkvæmda hefur Ístak á síðustu árum byggt og lengt flugbrautir, búið til hafnir og íbúðir auk þess að reisa skóla í Nuuk. „Þessi verkefni hafa krafist nokkurs mannafla. Í fyrrasumar vorum við með 150 manns á Grænlandi en þegar mest var höfum við verið með ríflega 200 manns. Yfir háveturinn er þó yfirleitt lítið um að vera,“ segir Kolbeinn. Hermann Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ístaks, segir að félagið hafi byggt upp orðspor á Grænlandi og komið sér upp viðskiptatengslum. Hann segir fyrirtækið því í góðri stöðu til að nýta þau tækifæri sem kunna að bjóðast í landinu á næstu árum og áratugum. Efla þarf tengslinKolbeinn segir ljóst að gríðarlega mikil tækifæri leynist á Grænlandi. „Landið er auðugt af málmum og alls konar verðmætum hrávörum og þá er sennilega olía þarna. Spurningin er hvenær fremur en hvort vinnsla á þessum auðlindum hefst af alvöru og einnig í hve miklum mæli Íslendingar munu taka þátt í þessu,“ segir Kolbeinn og heldur áfram: „Við erum kannski ekki að fara að sjá um námuvinnsluna eða olíuvinnsluna sjálfa en fyrir alla þessa starfsemi þarftu raforkuver, hafnaraðstöðu, flugvallaraðstöðu, vegi, jarðgöng og svo framvegis og þar komum við inn í myndina.“ Þá segir Kolbeinn að þar sem fyrirséð verkefni á Grænlandi séu mörg hver af mjög stórum skala geti þau skipt verulegu máli fyrir íslensk fyrirtæki og jafnvel íslenskt hagkerfi þegar fram líða stundir. Hermann segir þó að þetta geti allt saman tekið tíma. „Menn hafa rætt um jarðefnavinnslu og auðlindanýtingu á Grænlandi í áratugi. Þróunin hefur þó alltaf verið hægari en sú umræða hefur bent til. Ég held að það sé enn reyndin og að þessi stóru verkefni kunni að vera aðeins lengra í framtíðinni en menn hafa væntingar um,“ segir Hermann. Kolbeinn tekur undir þetta og varar við því að Íslendingar setji sig í einhvers konar gullgrafarastellingar. „Það eru vissulega mörg verkefni í burðarliðnum sem við ættum að geta haft góðan aðgang að. Við ættum þó að skoða þessi mál í stærra samhengi. Ég held að Íslendingar ættu til dæmis að leggja áherslu á að efla samstarf, samskipti og viðskipti við Grænlendinga. Ég sé fyrir mér að við getum boðið ungum Grænlendingum til Íslands í nám og átt samstarf við þá um mennta- og heilbrigðismál. Slík tengsl auðvelda allt samstarf og viðskipti. Þetta er það land sem er næst okkur og við erum það land sem er næst þeim. Aukin tengsl ætti því að geta orðið mjög jákvæð fyrir bæði lönd.“ Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Verktakafyrirtækið Ístak hefur í ríflega áratug haft nokkur umsvif á Grænlandi í tengslum við virkjunarframkvæmdir og ýmis önnur verkefni. Á síðustu árum hefur velta fyrirtækisins vegna verkefna á Grænlandi verið í kringum fjóra milljarða króna á ári. Til samanburðar var heildarvelta þess á bilinu níu til 22 milljarðar á árunum 2001 til 2011 og því ljóst að verkefni á Grænlandi eru þegar orðinn stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. „Við höfum verið að vinna á Grænlandi nokkuð lengi. Það sem við höfum verið að gera umfram annað síðustu ár er að byggja virkjanir. Það höfum við gert í svokallaðri alverktöku sem þýðir að við berum ábyrgð á hönnun, framkvæmd, háspennulínum, öllum rafbúnaði og öllu öðru. Við einfaldlega förum út í móa og gerum allt. Síðan afhendum við virkjunina og rekstur hennar hefst,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks. Auk virkjunarframkvæmda hefur Ístak á síðustu árum byggt og lengt flugbrautir, búið til hafnir og íbúðir auk þess að reisa skóla í Nuuk. „Þessi verkefni hafa krafist nokkurs mannafla. Í fyrrasumar vorum við með 150 manns á Grænlandi en þegar mest var höfum við verið með ríflega 200 manns. Yfir háveturinn er þó yfirleitt lítið um að vera,“ segir Kolbeinn. Hermann Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ístaks, segir að félagið hafi byggt upp orðspor á Grænlandi og komið sér upp viðskiptatengslum. Hann segir fyrirtækið því í góðri stöðu til að nýta þau tækifæri sem kunna að bjóðast í landinu á næstu árum og áratugum. Efla þarf tengslinKolbeinn segir ljóst að gríðarlega mikil tækifæri leynist á Grænlandi. „Landið er auðugt af málmum og alls konar verðmætum hrávörum og þá er sennilega olía þarna. Spurningin er hvenær fremur en hvort vinnsla á þessum auðlindum hefst af alvöru og einnig í hve miklum mæli Íslendingar munu taka þátt í þessu,“ segir Kolbeinn og heldur áfram: „Við erum kannski ekki að fara að sjá um námuvinnsluna eða olíuvinnsluna sjálfa en fyrir alla þessa starfsemi þarftu raforkuver, hafnaraðstöðu, flugvallaraðstöðu, vegi, jarðgöng og svo framvegis og þar komum við inn í myndina.“ Þá segir Kolbeinn að þar sem fyrirséð verkefni á Grænlandi séu mörg hver af mjög stórum skala geti þau skipt verulegu máli fyrir íslensk fyrirtæki og jafnvel íslenskt hagkerfi þegar fram líða stundir. Hermann segir þó að þetta geti allt saman tekið tíma. „Menn hafa rætt um jarðefnavinnslu og auðlindanýtingu á Grænlandi í áratugi. Þróunin hefur þó alltaf verið hægari en sú umræða hefur bent til. Ég held að það sé enn reyndin og að þessi stóru verkefni kunni að vera aðeins lengra í framtíðinni en menn hafa væntingar um,“ segir Hermann. Kolbeinn tekur undir þetta og varar við því að Íslendingar setji sig í einhvers konar gullgrafarastellingar. „Það eru vissulega mörg verkefni í burðarliðnum sem við ættum að geta haft góðan aðgang að. Við ættum þó að skoða þessi mál í stærra samhengi. Ég held að Íslendingar ættu til dæmis að leggja áherslu á að efla samstarf, samskipti og viðskipti við Grænlendinga. Ég sé fyrir mér að við getum boðið ungum Grænlendingum til Íslands í nám og átt samstarf við þá um mennta- og heilbrigðismál. Slík tengsl auðvelda allt samstarf og viðskipti. Þetta er það land sem er næst okkur og við erum það land sem er næst þeim. Aukin tengsl ætti því að geta orðið mjög jákvæð fyrir bæði lönd.“
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira