Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Elliði Vignisson skrifar 23. janúar 2013 06:00 Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar.Mestu mannflutningarnir Á þessum tímamótum minnast Eyjamenn þeirrar gæfu að enginn skyldi láta lífið í hörmungunum. Guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna varð Eyjamönnum að mildi þessa hörmunganótt. Á ótrúlega skömmum tíma var íbúum komið í var fyrir hörmungunum. Æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð skóp árangur þessara mestu mannflutninga, sem um getur í sögu landsins. Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut“ og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von.Erfiður tími Við Eyjamönnum tók nú erfiður tími. Fjölskyldur tvístruðust og fréttir af heimahögum voru því miður oft þungbærar. Það er til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að aldrei töpuðu þeir trúnni og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn.Uppbygging Í gosinu og eftir það völdu Eyjamenn að líta á vandann sem verkefni. Það þurfti magnað hugrekki til að flytja til baka á fyrstu dögum eftir gos. Snúa aftur á litla eyju sem í raun hafði verið rist í sundur af jarðeldum. Að endurreisa byggð í hlíðum hins nýja eldfjalls sem var langt frá því að vera kólnað. Á undraskömmum tíma reistu Eyjamenn byggðina úr öskunni og byggðu hér samfélag sem í dag má vera fyrirmynd annarra framsækinna bæjarfélaga. Það gerðu þeir þó ekki einir.Þakkargjörð Eyjamenn hafa valið að gera 23. janúar ár hvert að þakkargjörð sinni. Um leið og þess er minnst hversu gæfulega tókst til í ómannlegum þrautum er við hæfi að þakka þeim fjölmörgu sem veittu Eyjamönnum líkn og stuðning í gosinu og eftir það. Landsmönnum öllum færi ég því hér með dýpstu þakkir. Drengskapur þjóðarinnar var alger. Á sama hátt vil ég færa vinaþjóðum okkar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð. Enn þann dag í dag og um framtíð alla verða Eyjamenn þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu í gosinu. Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar.Mestu mannflutningarnir Á þessum tímamótum minnast Eyjamenn þeirrar gæfu að enginn skyldi láta lífið í hörmungunum. Guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna varð Eyjamönnum að mildi þessa hörmunganótt. Á ótrúlega skömmum tíma var íbúum komið í var fyrir hörmungunum. Æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð skóp árangur þessara mestu mannflutninga, sem um getur í sögu landsins. Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut“ og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von.Erfiður tími Við Eyjamönnum tók nú erfiður tími. Fjölskyldur tvístruðust og fréttir af heimahögum voru því miður oft þungbærar. Það er til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að aldrei töpuðu þeir trúnni og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn.Uppbygging Í gosinu og eftir það völdu Eyjamenn að líta á vandann sem verkefni. Það þurfti magnað hugrekki til að flytja til baka á fyrstu dögum eftir gos. Snúa aftur á litla eyju sem í raun hafði verið rist í sundur af jarðeldum. Að endurreisa byggð í hlíðum hins nýja eldfjalls sem var langt frá því að vera kólnað. Á undraskömmum tíma reistu Eyjamenn byggðina úr öskunni og byggðu hér samfélag sem í dag má vera fyrirmynd annarra framsækinna bæjarfélaga. Það gerðu þeir þó ekki einir.Þakkargjörð Eyjamenn hafa valið að gera 23. janúar ár hvert að þakkargjörð sinni. Um leið og þess er minnst hversu gæfulega tókst til í ómannlegum þrautum er við hæfi að þakka þeim fjölmörgu sem veittu Eyjamönnum líkn og stuðning í gosinu og eftir það. Landsmönnum öllum færi ég því hér með dýpstu þakkir. Drengskapur þjóðarinnar var alger. Á sama hátt vil ég færa vinaþjóðum okkar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð. Enn þann dag í dag og um framtíð alla verða Eyjamenn þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu í gosinu. Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun