Handbolti

HM 2013: Með hvaða liði halda Strákarnir okkar í enska boltanum?

Sigruður Elvar Þórólfsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta fylgjast flestir grannt með gangi mála í enska fótboltanum. Þeir misstu allir af stórleiknum um síðustu helgi þar sem Manchester United og Liverpool áttust við – enda voru þeir sjálfir að leika gegn Síle á sama tíma.

Fréttablaðið ræddi við alla leikmenn landsliðsins og kannaði hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni væri þeirra lið og niðurstaðan var þessi. Manchester United er með 10 stuðningsmenn í landsliðinu, næst í röðinni er Liverpool með 6 stuðningsmenn og Aron Pálmarsson er sá eini sem heldur með Chelsea.

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari heldur með Liverpool en aðstoðarmenn hans eru ekki sammála. Gunnar Magnússon, heldur með Tottenham en Erlingur Richardsson styður Arsenal.

Félagarnir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson komu allir inn í landsliðið á svipuðum tíma og halda allir tryggð við Liverpool þrátt fyrir misjafnt gengi liðsins undanfarin ár. Allir línumenn liðsins halda reyndar með Liverpool því bæði Vignir Svavarsson og Kári Kristjánsson hafa taugar til Anfield eins og Róbert.

Nýja kynslóðin í íslenska landsliðinu heldur hins vegar nær öll með United fyrir utan þá Fannar Frey Friðgeirsson og Aron.

Þeir sem styðja Manchester United eru:

Björgvin Páll Gústavsson

Aron Rafn Eðvarsson

Þóri Ólafsson

Guðjón Valur Sigurðsson

Ólafur Guðmundsson

Arnór Þór Gunnarsson

Sverre Jakobsson

Stefán Rafn Sigurmannsson

Ólafur Gústafsson

Ernir Hrafn Arnarson

Þeir sem styðja Liverpool eru:

Aron Kristjánsson

Vignir Svavarsson

Kári Kristján Kristjánsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Róbert Gunnarsson

Fannar Freyr Friðgeirsson



Þeir sem styðja Chelsea eru:

Aron Pálmarsson



Þeir sem styðja Tottenham eru:

Gunnar Magnússon



Þeir sem styðja Arsenal eru:

Erlingur Richardsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×