Handbolti

Stríðin gegn Dönunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 33 mörk í þremur stórmótaleikjum á móti Dönum 2006-2008.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 33 mörk í þremur stórmótaleikjum á móti Dönum 2006-2008. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ísland hefur spilað þrettán leiki við Dani á stórmótum og aðeins náð að vinna þrjá þeirra. Allir sigrarnir hafa hins vegar verið stórglæsilegir, allt frá því að íslenska liðið vann níu marka sigur á Dönum í Luzern á HM í Sviss 1986 þar til það vann fimm marka sigur á EM í Austurríki 2010.

Það vekur athygli að Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í þremur æsispennandi leikjum frá 2007-2008 þar sem munaði aðeins einu marki á liðunum en hann skoraði 33 mörk í þessum þremur leikjum, 11 að meðaltali í leik.

Sætir sigrar

5 marka sigur á EM 2010 (27-22)

- þriðji leikur í riðlakeppni

- Guðjón Valur Sigurðsson 6 mörk

9 marka sigur á HM 1986 (25-16)

- leikur í milliriðli

- Atli Hilmarsson 8 mörk

5 marka sigur á HM 1993 (27-22)

- leikur í milliriðli

- Geir Sveinsson 7 mörk

Allt í járnum

32-32 jafntefli á ÓL 2008

- fjórði leikur í riðlakeppni

- Snorri Steinn Guðjónsson 8 mörk

1 marks tap á HM 2007 (41-42)

- 8 liða úrslit, framlenging

- Snorri Steinn Guðjónsson 15 mörk

28-28 jafntefli á EM 2006

- annar leikur í riðlakeppni

- Snorri Steinn Guðjónsson 10 mörk

1 marks tap á HM 1961 (13-14)

- leikur um fimmta sætið

- Gunnlaugur Hjálmarsson 6 mörk

Súr töp

7 marka tap á EM 2002 (22-29)

- leikur um bronsið

2 marka tap á EM 2000 (24-26)

- fjórði leikur í riðlakeppni

7 marka tap á HM 1978 (14-21)

- annar leikur í riðlakeppni

2 marka tap á HM 1974 (17-19)

- þriðji leikur í riðlakeppni

6 marka tap á HM 1970 (13-19)

- annar leikur í riðlakeppni

11 marka tap á HM 1961 (13-24)

- fyrsti leikur í riðlakeppni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×