Hver stimplar sig inn á HM á Spáni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2013 07:30 Tveir sem fá tækifærið Hafnfirðingarnir og gömlu Haukamennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson fá báðir stór hlutverk á HM á Spáni.Mynd/AFP Íslenska landsliðið þarf á "nýjum“ stjörnum að halda á HM í handbolta á Spáni til að fylla í stór skörð en strákarnir okkar mæta Rússum í fyrsta leik í Sevilla á morgun. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á HM á Spáni á morgun en mætir með mikið breytt lið frá því á síðasta stórmóti. Fjórir byrjunarliðsmenn frá því á Ólympíuleikunum í London heltust úr lestinni í aðdraganda fyrsta stórmóts Arons Kristjánssonar og því reynir á nýjan þjálfara að finna menn til að fylla skörð þeirra. Íslenska liðið er án þeirra Ólafs Stefánssonar, Alexanders Petersson og Arnórs Atlasonar á Spáni auk þess að varnarmaðurinn sterki, Ingimundur Ingimundarson, verður heldur ekki með. Saman skoruðu þessir fjórir 13,2 mörk að meðaltali í leik á Ólympíuleikunum í London og mikilvægi Ingimundar, Alexanders og Arnórs var mikið í vörninni. Fréttablaðið hefur litið til baka og skoðað hvaða leikmenn hafa stimplað sig inn í alvöru hlutverk hjá landsliðinu á undanförnum tíu stórmótum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa komið inn með stærra framlag en búist var við fyrir mót og flestir tryggðu sér um leið framtíðarhlutverk í liðinu. Hlutirnir ganga þó ekki alltaf upp hjá mönnum. Rúnar Kárason kom mjög sterkur inn á Evrópumótinu í Serbíu fyrir ári síðan og hefði fengið stórt hlutverk á HM á Spáni ef hann hefði ekki orðið fyrir því að slíta krossband á landsliðsæfingu síðasta sumar. Ein spútnikstjarnanna, Aron Kristjánsson, sprakk líka út á sínu síðasta stórmóti en hann var mjög öflugur með íslenska landsliðinu á HM í Portúgal 2003. Aron átti meðal annars stórleik í síðasta leiknum þegar íslenska liðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Hjá flestum hinum var þetta fyrsta skref aðeins upphafið að frekari afrekum með íslenska landsliðinu á stórmótum. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir spútnikstjörnur íslenska landsliðsins á undanförnum tíu stórmótum. Það er ljóst að íslenska landsliðið þarf framlög úr óvæntri átt ætli liðið að ná langt á HM á Spáni. Þrír leikmenn eru tilnefndir fyrir fram, hægri skyttan Ásgeir Örn Hallgrímsson, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson. Aron Rafn er bara að taka þátt í sínu öðru stórmóti en hinir tveir hafa verið í „minna" hlutverki með landsliðinu á blómatímanum síðustu ár. Það er búist við miklu af þessum þremur og hver veit nema að spútnikstjarna okkar á Spáni leynist meðal þeirra sem eru að keppa á sínu fyrstu stórmótum. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Íslenska landsliðið þarf á "nýjum“ stjörnum að halda á HM í handbolta á Spáni til að fylla í stór skörð en strákarnir okkar mæta Rússum í fyrsta leik í Sevilla á morgun. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á HM á Spáni á morgun en mætir með mikið breytt lið frá því á síðasta stórmóti. Fjórir byrjunarliðsmenn frá því á Ólympíuleikunum í London heltust úr lestinni í aðdraganda fyrsta stórmóts Arons Kristjánssonar og því reynir á nýjan þjálfara að finna menn til að fylla skörð þeirra. Íslenska liðið er án þeirra Ólafs Stefánssonar, Alexanders Petersson og Arnórs Atlasonar á Spáni auk þess að varnarmaðurinn sterki, Ingimundur Ingimundarson, verður heldur ekki með. Saman skoruðu þessir fjórir 13,2 mörk að meðaltali í leik á Ólympíuleikunum í London og mikilvægi Ingimundar, Alexanders og Arnórs var mikið í vörninni. Fréttablaðið hefur litið til baka og skoðað hvaða leikmenn hafa stimplað sig inn í alvöru hlutverk hjá landsliðinu á undanförnum tíu stórmótum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa komið inn með stærra framlag en búist var við fyrir mót og flestir tryggðu sér um leið framtíðarhlutverk í liðinu. Hlutirnir ganga þó ekki alltaf upp hjá mönnum. Rúnar Kárason kom mjög sterkur inn á Evrópumótinu í Serbíu fyrir ári síðan og hefði fengið stórt hlutverk á HM á Spáni ef hann hefði ekki orðið fyrir því að slíta krossband á landsliðsæfingu síðasta sumar. Ein spútnikstjarnanna, Aron Kristjánsson, sprakk líka út á sínu síðasta stórmóti en hann var mjög öflugur með íslenska landsliðinu á HM í Portúgal 2003. Aron átti meðal annars stórleik í síðasta leiknum þegar íslenska liðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Hjá flestum hinum var þetta fyrsta skref aðeins upphafið að frekari afrekum með íslenska landsliðinu á stórmótum. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir spútnikstjörnur íslenska landsliðsins á undanförnum tíu stórmótum. Það er ljóst að íslenska landsliðið þarf framlög úr óvæntri átt ætli liðið að ná langt á HM á Spáni. Þrír leikmenn eru tilnefndir fyrir fram, hægri skyttan Ásgeir Örn Hallgrímsson, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson. Aron Rafn er bara að taka þátt í sínu öðru stórmóti en hinir tveir hafa verið í „minna" hlutverki með landsliðinu á blómatímanum síðustu ár. Það er búist við miklu af þessum þremur og hver veit nema að spútnikstjarna okkar á Spáni leynist meðal þeirra sem eru að keppa á sínu fyrstu stórmótum.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira